Með ólíkindum

Ég er komin með kenningu um sumarleyfisstarfsmann Moggans (þennan sem er ábyrgur fyrir öllum stafsetninga- og málvillunum, lélegu þýðingunum og heimskulegu fréttunum). Hann gengur með rithöfundinn í maganum. Lesið aftur þennan texta:

"Tilfinningaþrungið lag frá Fergie og félögum í Black Eyed Peas ryðst í fyrsta sæti íslenska lagalistans. Poppdívan baunar útúr sér hjartnæmum yfirlýsingum um ástarsorg og óseðjandi þrár, en hlustandinn fær það á tilfinninguna að þessar ólgandi kenndir geti ekki annað en ruðst fram á varir söngkonunnar er barki hennar þenst í óhjákvæmilegum og hádramatískum söng."

Ég átti hálfpartinn von á að næsta lína lýsti því hernig Fergi reif af sér fötin og kastaði sér á gítarleikara hljómsveitarinnar sem þráði að lækna hjartasár hennar með....(ritskoðað). En það er nú ekki rétt. Þú getur bara lesið upphaflega textann. Ég verð hins vegar að segja að þessi stíll á fréttinni er með ólíkindum og á ekkert skylt við fréttatexta.

Mikið rosalega er ég annars neikvæð þessa dagana. Í gær röflaði ég yfir frétt frá Noregi (fréttinni sjálfri, ekki því hvernig hún var sett fram) og nú er ég að skammast yfir fréttaflutningi. Ég held ég fari og fái mér morgunverð (aldrei að blogga á fastandi maga) og fari svo út í sólina. 


mbl.is Svarteygðar matbaunir vinsælastar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Björgvin

Þetta er ljóð, tær snilld sem framúrstefnuljóð, en þunnur þrettándi sem frétt!

Pétur Björgvin, 12.7.2007 kl. 15:31

2 Smámynd: Gísli Ásgeirsson

http://www.mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1279795

Þessi er ekki síðri. Sumarmaðurinn er sjóðheitur í dag. 

Gísli Ásgeirsson, 12.7.2007 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband