Godsmack að koma!!!

Í ágúst á ég þess kost að sjá Godsmack á tónleikum. Ég hef reynt að spara pening að undanförnu með því að sleppa flestum þeim tónleikum sem mig hefur langað á en ég er ekki viss um að ég geti sleppt þessum. Godsmack eru einfaldlega of góðir. Ó, og áður en einhver rýkur til og reynir að kaupa miða þá er rétt að taka það fram að þeir eru að koma til Vancouver, ekki til Íslands (svo ég viti). Vona að ég hafi ekki gert einhvern hrikalega hamingjusaman í nokkrar mínútur til þess eins að drepa gleðina. 

Það er reyndar von á mörgum öðrum spennandi á næstunni. Nickelback eru væntanlegir, og svo koma líka Scorpions (sem ég vildi gjarnan sjá bara til þess að heyra Still loving you), The Cure, Ryan Adams og The Fray. Og þetta eru bara þeir sem ég vildi sjá. Það eru alveg ótrúlega margir tónleikar hér á hverjum degi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Þú ert heppin,auðvitað opnaði ég þessa færslu þó ég vissi að þetta gæti nú ekki verið hér heima á klakanum með svo litlum fyrirvara.Hugur minn verður bara að fá að vera með þér í ágúst njóttu vel kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 14.7.2007 kl. 06:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband