Hvernig á að selja blöð!
16.7.2007 | 02:10
Ég var úti í búð áðan að kaupa svolítið af ávöxtum í morgunverðarsalatið mitt. Á meðan ég beið í röð fór ég að lesa fyrirsagnirnar utan á slúðurblöðunum, sem alltaf er raðað upp við kassana. Framan á National Enquire var eftirfarandi fyrirsögn: 'Criminal Minds'
star Shemar More caught naked on gay beach. Ég varð náttúrulega að athuga þetta enda er Shemar Moore einn af þeim sem fær mig til að kikna í hnjánum. Ég vil auðvitað að hann sé gagnkynhneigður svo ég geti látið mig dreyma. Svo ég kíkti í blaðið sem hafði fennastórar myndir af kappanum, alnöktum, nema hvað innisigli US department of justice hafði verið límt yfir viðkvæma staðinn - því miður. Fyndnast var samt að lesa greinina sjálfa. Þar stóð meðal annars (leturbreytingar míanr): "37-year-old Shemar left nothing to the imagination as he frolicked off Little Beach in Maui - which is famous for its unisex nude bathing at one and and gay section at the other. Shemar was hanging out near the gay section." Hann var NEAR the gay section!!!! Hann var sem sagt ekki á gay ströndinni, hann var nálægt henni. Neðar má svo lesa: "Moore (...) arrived with two shapely brunettes. "All three got naked, and he laid down between the two girls on a blanket," said the witness." Sem sagt, hann mætir á svæðið með tveimur flottum konum, fer úr fötunum og leggst á milli þeirra - á strönd sem er sótt af gagnkynhneigðu fólki, en nálægt strönd sem aðallega er sótt af samkynhneigðu fólki. Og fyrirsögnin er "caught naked on gay beach". Er þessu fólki ekkert heilagt?
Athugasemdir
Þetta endaði vel, þú getur látið sjálfa þig kikna í hnjáliðunum áfram vegna viðkomandi kyntrölls, sem er bara nokkuð "liggilegur" eins og sagt er
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.7.2007 kl. 02:20
Æi ekki eyðileggja þetta fyrir mér...
Hann fór víst á gay svæðið, bara í smá stund að prófa. Eigum við að semja um að hann sé bi?
Geir Jónsson (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 02:21
Ókei Geir. Við getum skipt honum á milli okkar. Annað hvort kvöld hjá mér, annað hvort kvöld hjá þér.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 16.7.2007 kl. 02:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.