Enn eitt morðið í indó-kanadíska samfélaginu

Fyrir rúmri viku var skólastjóri hér á Vancouver-svæðinu drepinn á heimili sínu. Eiginmaður hennar gaf þá skýringu að þrír menn hefðu brotist inn á heimili þeirra hjóna, lamið sig og drepið konuna. Í rúma viku hefur lögreglan leitað að mönnunum þremur en ekkert virðist styðja sögu eiginmannsins. Fyrir nokkrum dögum komu svo fram upplýsingar um að fyrir nokkrum árum hafi eiginmaðurinn ráðist á þáverandi fyrrum kærustu sína á heimili hennar svo varð að setja á hann nálgunarbann. Í dag var eiginmaðurinn svo handtekinn og er nú sá eini sem grunaður er um ódæðið. Þau hjón höfðu verið gift í viku.

Þetta er enn eitt morðið innan indó-kanadíska samfélagsins. Í apríl var 32 ára gamall Vancouver maður ákærður fyrir morðið á konu sinni, í febrúar fannst 33 ára kona stungin til bana á heimili sínu í Surrey og lítil dóttir hennar sat hjá. Enginn hefur verið ásakaður í því máli. 29. október var enn ein kona drepinn og eiginmaður hennar hefur verið ákærður um annarrar gráðu morð. Sex dögum áður fannst ófrísk kona brennd í Suður Delta. Eiginmaður hennar hefur verið ákærður fyrir morðið. Og 19. október í Port Coquitlam skaut maður konu sína í andlitið og sjálfan sig á eftir. Konan lifði af árásina en er nú blind. Í öllum tilfellum er hinn grunaði indó-kanadískur. Flestar konurnar eru það líka en í þessu síðasta tilfelli var eiginkonan múslimi. 

Það er ekkert skrítið þótt maður hafi lítinn áhuga á því að giftast inn í sum samfélög. Það hefur ekkert með rasisma að gera heldur hreinlega almenna skynsemi. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já,  sem betur fer erum við hvíta fólkið ekki að drepa hvert annað svona útum alla n-ameríku... oh, wait. 

einar (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 08:07

2 identicon

Æ Einar þetta er þreytt, má ekkert segja lengur? Er þessi pólitíska réttsýný ekki komin í algjört rugl, það má ekki lengur nefna þjóðerni eða húðlit neins í neinu samhengi, nema auðvitað hann sé hvítur karlmaður frá vestur evrópu eða n-ameríku, án þess að einhverjir besservisserar fái flog.

zetor (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 11:27

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Merkileg færsla. Ég veit greinilega allt of lítið um þau þjóðarbrot sem sest hafa að á þessu svæði eða þannig. Indó-kanadíska samfélagið er eftir þessu fólk frá Indonesíu sem sest hefur að í Kanada?

Edda Agnarsdóttir, 16.7.2007 kl. 12:42

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Í fyrsta lagi Einar, þá verðurðu að líta á myndina í heild. Staðreyndin er sú að það eru ekki mörg morð framin í Vancouver. Þegar flest morð eru framin af fólki úr ákveðnu samfélagi þá er eitthvað að. Til dæmis get ég bent á að síðan þessi morðalda hófst í október þá hef ég ekki heyrt um að ein einasta kona hafi verið drepin af eiginmanni sínum sem hefur verið hvítur, kínverskur, svartur, múslimi, etc. Og þegar þú vísar í Norður Ameríku sem eitthvert viðmið þá vil ég biðja þig um að setja ekki Kanada og Bandaríkin undir sama hatt. Ef þú horfir á Fahrenheit 9/11 færðu nákvæmlega tölurnar um muninn á morðum í þessum tveimur löndum. Staðreyndin er einfaldlega þessi: Síðustu tíu mánuðina hafa flest morð í Vancouver verið af þessu tagi sem ég lýsi að ofan. Indó-Kanadískur maður drepur konuna sína.

Zetor, takk stuðninginn.

Edda, ég er ekki alveg viss um hverjir falla nákvæmlega undir þetta heiti Indo-Canadian, en þetta er mikið fólk frá Indlandi og þar í kring. Aðaltrúarbrögðin eru Sihk.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 16.7.2007 kl. 15:10

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta hlýtur að hafa eitthvað með trúarbrögð, samfélagsgerð og aðra þætti að gera.  Þetta þjóðarbrot er varla svona ofbeldishneigt "just because".

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.7.2007 kl. 17:47

6 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég held að ástæðan sé fyrst og fremst sú að heiðursmorð þekkjast innan þessa samfélags. Þ.e. í þeim löndum þaðan sem þetta fólk kemur þykir í lagi fyrir karlmann (föður, bróður, eiginmann) að taka konu af lífi ef hún hefur á einhvern hátt svert heiður fjölskyldunnar (að þeirra mati). Kona sem heldur fram hjá, t.d., er þannig í raun réttdræp. Í sumum löndum er þetta ekki einu sinni ólöglegt. Það er held ég þess vegna sem þetta er svona algengt. Það er sem sagt rétt hjá þér að þessir menn eru ekki endilega ofbeldishneigðari að eðlisfari heldur samkvæmist þetta þeirra siðvenju. Konur eru jú ekki á sömu skör og karlmenn.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 16.7.2007 kl. 18:15

7 identicon

Merkilegast finnst mér hvað sumum Íslendingum liggur á að fylla landið okkar af erlendu  og að öðru leyti óskilgreindu  fólki. Ágúst Einarsson prófessor og rektor á Bifröst vildi fá tafarlaust eina milljón til Reykjavíkur og eina milljón á suðurlandsundirlendi. Hann minntist ekkert á undirtegundir.

Halldór Jónsson (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 18:49

8 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Takk fyrir Kístín. Þetta er eins og mig grunaði að tengdist heiðursmorðum eins og er orðið þekkt bæði í Svíþjóð og DK.

Edda Agnarsdóttir, 17.7.2007 kl. 10:45

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

'a auðvitað að ver KRISTÍN - afsakið.

Edda Agnarsdóttir, 17.7.2007 kl. 10:46

10 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Já, ég hafði eitthvað heyrt um þetta í Danmörku fyrir nokkrum árum. Nokkrum dögum áður en ég heimsótti vinkonu mína einhvern tímann um miðjan tíunda áratuginn hafði verið framið morð þar sem hausinn og typpið var skorið af manni. í ljós kom að hann hafði haldið fram hjá konu sinni og fjölskyldu konunnar fannst hann sýna fjölskyldinni óvirðingu  með þessu. Ég man hvað þetta var óhugnanlegt og ég man líka að ég var hissa á því að þetta skyldi gerast því mér hafði alltaf skilist að það væru bara konur sem ekki mættu halda framhjá. Fólki þarf að skiljast að ef það ákveður að taka sig upp og búa í öðru landi þá verður það að fylgja lögum og reglum þess lands. Það er allt í lagi að halda í eigin menningu svo framarlega sem hún stangast ekki á við lög nýja landsins. Ég er sjálf innflytjandi en menning Íslands og Kanada er nú svo lík að það hafa ekki verið neinir árekstrar þannig, svo ég ætti kannski ekki að predika of mikið, en það er yfirleitt val fólks að flytja til nýs lands svo þetta ætti að vera alvegt sjálfsagt. Reyndar hafa flóttamenn vanalega ekki val en mér sýnist þetta yfirleitt ekki vera  flóttamenn sem valda vandræðum. Þeir eru oftast þakklátir fyrir að hafa fengið annað tækifæri í nýju landi.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 17.7.2007 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband