Frábærar flugfréttir

Var að frétt að Icelandair væri búinn að gera samning um að fljúga 5 sinnum í viku til Toronto frá og með næsta vori. Þetta mun víst verða heilsársflug, ekki bara eitthvað sem takmarkast við sumartímann.  Þeir mun halda áfram að fljúga til Halifax, og jafnvel oftar en nú er og þeir eru víst einnig að athuga með flug til Winnipeg, Montreal, Ottawa og St. John's. Ég vildi reyndar sjá Vancouver á dagskrá eða jafnvel Calgary, en það munar samt ótrúlega miklu ef þeir fara að fljúga til Toronto. Þá þarf maður ekki lengur að fljúga í gegnum Bandaríkin til að komast heim, og það er yfirleitt hægt að fá flug til Toronto á þokkalegu verði. Halifax hefur aldrei nýst mér sérlega vel því það kostar of mikið að fljúga þangað frá Vancouver.

Ég vona að þeir nái að halda verði niðri því þá geta Íslendingar almennilega farið að kynnast þessu stórkostlega landi, og Kanadamenn geta farið að fljúga til Íslands í auknum mæli. Þótt ég sé ekki alltaf hrifin af öllu sem Icelandair viðkemur þá standa þeir sig nú yfirleitt frekar vel og bara það að geta sloppið við bandaríska tollinn og innflytjendaeftirlitið er stórkostlegt.

Nú getið þið öll komið í heimsókn til mín. Ég er með svefnsófa inni í stofu.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Jahhá, Stína, þessar fréttir líst mér á. Flissið er enn með Vancouver á dagskránni fyrir haustið 2008 ...

Berglind Steinsdóttir, 19.7.2007 kl. 20:44

2 Smámynd: Helgi Már Barðason

Sæl, Stína, og takk fyrir athugasemdina þína á síðunni minni! Gaman að "hitta" þig eftir öll þessi ár. Ég hef lítið frétt af sumum úr Grænlandshópnum góða, en rekst þó stöku sinnum á Eika, Helgu og Einar. Áttu svefnsófa fyrir fimm? Við fjölskyldan erum nebbla að plana Kanadaferð á allra næstu árum. Ég bjó eitt ár í Ontaríó fyrir löngu en á góða vinkonu í Victoria sem mig langar að heimsækja - það væri upplagt að líta inn hjá þér! Mig hefur alltaf langað að skoða mig um í BC.

Helgi Már Barðason, 20.7.2007 kl. 23:43

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Sæll Helgi. Ég held að ég geti komið fimm í sófann ef þeir raða sér lóðrétt. Eð ef þú ert með eins árs gamla þríbura. En svo er það alltaf gólfið.

Ég hef ekki í raun ekki haft samand við neinn úr Grænlandshópnum í mörg mörg ár. Hitti Sigga, Einar, Helgu og Eika alltaf reglulega þegar við vorum öll í MA og Helgu svo af og til uppi í háskóla, en síðustu 10 árin hef ég varla séð neinn. Lindu sá ég einu sinni af tilviljun í Reykjavík fyrir líklega tíu eða ellefu árum. En við yrðum nú ekki í vandræðum með að draga liðið saman í veislu á Akureyri sumarið 2010, nú eða við skreppum til Grænlands. Ég hefði ekkert á móti því að koma þangað og sjá landið með augum fullorðinnar manneskju í stað tíu ára krakkakrílis. Mikið var þetta nú samt frábær ferð. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 20.7.2007 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband