Hvað hefur eiginlega gerst á Akureyri?
21.7.2007 | 22:49
Eitt sinn áttu Akureyringar tvö stórkostleg fótboltalið. Þórsarar hafa reyndar aldrei unnið Íslandsmeistaratitilinn, né bikarkeppni, en á mínum unglingsárum voru þeir býsna góðir og voru oft að hanga þetta í kringum þriðja til fimmta sæti meistaradeildar (sem þá hét nú bara fyrsta deild). KA-menn unnu báða titlana (alla vega Íslandsmeistaratitilinn) og voru stórkostlegir í kringum 1990, þótt ég sem Þórsari hafi aldrei beinlínis haldið með þeim. En svo fór að láta undan síga. Þórsarar duttu niður um deild og hafa síðan barist í bökkunum. KA menn héldu áfram að vera þokkalegir lengst af en svo fór að halla undir fæti hjá þeim líka. Nú eiga Akureyringar tvö meðalgóð fyrstu-deildarlið. Hvernig stendur á þessu? Er það af því að bærinn hefur tvö lið en ekki bara eitt? Ætti að sameina liðin? Það gekk hjá Vestmannaeyjum. Hins vegar gekk það ekki svo vel í handboltanum í vetur á Akureyri. Kannski þarf aðlögunartíma. Ég á engin svör enda starfa ég ekki með þessum liðum og veit voða lítið um það hvar vandinn liggur. En ég vildi gjarnan sjá Akureyri rísa upp sem stórveldi í knattspyrnu. Og ef það þarf að sameina liðin til þess að ná þeim árangri þá verða menn bara að grafa hinar gömlu axir og ná sættum.
Stórsigur Víkinga á KA-mönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég get verið hjartanlega sammála ykkur í þessu. Það er fjandi slæmt að Íslandsmótið í knattspyrnu í efstu deild sé í raun bara Faxaflóamót. Það er slæmt fyrir knattspyrnuna í landinu og það er slæmt fyrir félögin úti um allt land. Ég held að þetta sé bara einn hlutinn af byggðaþróuninni, það eru ekki lengur öflug fyrirtæki úti á landsbyggðinni sem geta stutt við bakið á félögunum og því fer sem fer. Það kostar peninga að reka þessi félög, og ef þetta heldur áfram er hætta á að starfið dofni enn meir þannig að yngri flokka starfið minnki það mikið að smám saman fjari þetta út. En vonandi er ég allt of svartsýnn.
Gísli Sigurðsson, 21.7.2007 kl. 23:44
Fólk vill ekki vera lengur í keppnisíþróttum ef peningar eru ekki í boði. Það gengur allt út á þá núna. En KR-ingar geta samt ekki rassgat í fótbolta, enda þótt þeir eigi nóg af peningum. Og hjá áhorfendum gengur allt út á að veðja um það hver vinnur leikina.
Og ekki er nú sönnum íþróttaanda fyrir að fara í fótboltaleikjunum, eins og sást nú best í leik ÍA og Keflavíkur um daginn. "Við verðum að hefna!" Og ekki má nú gleyma öllum kostnaði þjóðfélagsins vegna íþróttaslysanna, til dæmis þegar menn sparka í hver annan í fótboltaleikjum. En það þykir sjálfsagt að ala krakkana upp í þessum viðbjóði, enda eru flestir akfeitir sem ekki eru í íþróttum.
The American Eagle (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 00:02
Setti þessa í mitt athugasemdakerfi en skelli henni hér til öryggis. Einföld og fljótleg uppskrift. Gæti ekki verið léttari.
2 bollar púðursykur
4 egg
2 msk smjörlíki
3 bollar hveiti
2 tsk matarsódi
250 gr saxaðar steinlausar döðlur
Döðlur í pott með pínu vatni, sjóða í mauk, hræra vel á meðan.
allt í skál, heitar döðlur saman við.
baka í ca 1 klst, 150-160 c.
í miðjum ofni.
Tekur ekki nema 3 mín. eða svo að hræra döðlurnar niður.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.7.2007 kl. 01:13
Hvaða hvaða.....það er nú svo stutt síðan að við urðum íslandsmeistarar '89. Á Akureyri gerast hlutirnir bara ekki hraðar. Svo er auðvitað staðreynd að allt of margir Þórsarar hafa flutt sig í KA og það hefur auðvitað dregið niður meðalgetuna og haft slæm félagsleg og sálfræðileg áhrif innan herbúða KA. Annars var gullaldarlið KA þegar Donni-Elmar Geirs-Eyvi Ágústar-Steini heitinn Þórarins-Móði-Bjössi Gunnars og allir hinir voru upp á sitt besta. Þá var gaman á vellinum. Yfirleitt voru tvær löggur á vakt og stóðu við suðurhorn stúkunnar - sagan segir að þeir hafi verið að spá í hvernig þeir gætu umkringt völlinn ef til átaka kæmi....... já það var gaman í þá daga....
Þorleifur Ágústsson, 22.7.2007 kl. 01:18
tek undir með tolla að það var gaman þegar þessir dúddar voru að spila. hinsvegar er þetta ekki alveg að ganga núna, bæði liðin léleg. mætti alveg vera eins og hjá vestmannaeyingum, hafa þór og tý í yngri flokkum og sameina meistaraflokkinn. en það gæti verið smá problemm þarna sitthvoru megin við glerá. svo þurfa liðin bara að gefa hvort öðru séns eins og að þór sé með körfuna, ka með, ja fótboltann td þar sem þau hafa sameinast í handboltanum o.s.fr.
en áfram KA og Leeds...
arnar valgeirsson, 22.7.2007 kl. 02:26
Held að Gylfi komi með stæðstu ástæðuna fyrir þessu nefnilega metnað og stjórnun. Íðróttafélög sem vilja náárangri þurfa að hafa metnað til þess það þarf líka stórhuga menn í stjórnun.
Það kostar peninga að eiga gott lið sem á að vera í fremstu röð, enn af hverju kostar það peninga? Jú leikmenn kosta peninga. KA menn voru í mörg ár stórveldi í handbolta þá vorum við með heimsklassa leikmenn og þeir kostuðu peninga enn árangurinn lét ekki á sér standa.
Vandinn er sá að KA og Þór eru stödd á Akureyri, það er að seiga þeirra heimavöllur er út á landi. Stór þáttur í kostnaði eru ferðalög, enn ef stjórnendur liðana vilja vera í fremstu röð og vilja halda áfram að keppa þá verða þeir að halda áfram að ferðast. Finniði leið til að mæta þessum kostnaði, sýniði að þið hafið metnað til að mæta þessum kostnaði. Það er eitt sem sannir íþróttamenn gera ekki, VÆLA!
Það er ósköp eðlilegt að Akureyringar eigi ekki alltaf heimamenn sem eru nógu góðir til að vera í fremstu röð, þá er að ná sér í leikmenn sem vilja spila á Akureyri hvort sem er með KA eða Þór. Aftur er þá spurt, geta stjórnendur liðana sýnt að þeir hafi metnað til að fá leikmenn til sín, ef svarið er já, fariði þá og náið í fjármagn til að kosta þessa leikmenn.
Jenný þegar við tölum um Íþróttir þá tölum við ekki svona, Kr-ingar geta ekki rassgatt.........ef þú hefur ekki vit á íþróttum skrifaðu þá bara um eitthvað annað, það virðist ekki hafa verið vandamál hingað til hjá þér.
Lúther Gestsson
S. Lúther Gestsson, 22.7.2007 kl. 02:52
Takk fyrir athugasemdirnar allir. Ágætt að fá umræðu um þetta, og ég er viss um að það er rétt sem kemur fram hjá fólki, þetta er sambland af metnaðarleysi og peningaskorti. Akureyrarliðin fóru einmitt að dala þegar meiri peningar fóru að koma inn í íþróttina. Ég er nú reyndar ekkert að væla, ég er bara að undrast á því að bær sem einu sinni átti tvö frábær lið á nú ekkert þolanlegt lið. Hins vegar verð ég að taka upp hanskann fyrir hana Jennýju mína hér. Lúther, ef þú skoðar færslurnar að ofan sérðu að Jenný sagði ekki orð um knattspyrnu, hún var að gefa mér uppskrift af döðlubrauði. Sá sem sagði að KR gætu ekki rassgat er American Eagle, sem er allt önnur Ella en hún Jenný.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 22.7.2007 kl. 08:52
Merkilegt hvað þráðurinn er stuttur í sumum. Híhí. Vandlifað osfrv.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.7.2007 kl. 11:51
Ég hef mjög gaman að því að lesa Jenný, geri það á hverjum degi. Maður er bara svo röndóttur og viðkvæmur þegar fólk talar ílla um KR.
Sko mín tilfinning er sú að öllum, já öllum þykir pínu vænt um KR.
Lúther
S. Lúther Gestsson, 22.7.2007 kl. 14:56
Sem Akureyring finnst mér leiðinlegt að sjá þessa þróun. Handboltinn hefur lengi verið í góðum málum, sérstaklega þegar Alfreð gerði KA að meisturum og svo Atli Hilmarsson líka (against all odds). Ég er KA-maður í handboltanum þar sem litli bróðir minn spilaði með þeim, en sameiginlegt lið (Akureyri) hefur ekki heillað mig ennþá. Bróðir minn gæti spilað aftur með þeim næsta vetur, og þá kemur áhuginn kannski meira. En það er metnaður í gaurunum, það er engin spurning, en mig grunar að peningarnir spili stóra rullu. Stebbi bróðir stendur sig. Ég sakna hins vegar ríg-leikjanna - þ.e. það var alltaf langbesta og skemmtilegasta stemmningin að fara á KA-Þór leiki í handboltanum!!!
Varðandi fótboltann ... þá hef ég bara eitt um það að segja: SORGLEGT! að sjá landsbyggðarfélögin (fyrir utan Faxaflóa) hrynja niður - allt vegna peninga?
Áfram Fram í fótboltanum annars, áfram Akureyri í handboltanum og áfram KR í körfunni.
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 21:48
Já það er um að gera að halda bara með öllum, þá tapar maður aldrei.
S. Lúther Gestsson, 23.7.2007 kl. 01:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.