Þoli ekki þetta orðalag

Einn ósiður íslenskra fréttamanna er að vísa til þess að hitt og þetta vestanhafs hafi gerst "í nótt". Þegar ég var yngri var ég vön að velta því fyrir mér hvers vegna svona margt færi fram á næturnar í Bandaríkjunum. Það er auðvitað rétt að ýmsir atburðir, knattleikir, verðlaunaafhendingar ofl., fara fram um miðja nótt að íslenskum tíma en þeir eru að kvöldi til þar sem þeir fara fram. Af hverju var ekki sagt í þessari frétt að "Chelsea sigraði bandaríska liðið Los Angeles Galaxy, 1:0, í æfingaleik sem háður var á Depot Center, heimavelli LA Galaxy í gærkvöldi"? Þar sem leikurinn fór fram var ekki komin nótt. Arrgh, þetta fer hrikalega í taugarnar á mér.
mbl.is Chelsea marði LA Galaxy
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Rétt hjá þér og þarna er komin skýringin á ýmsu.  Hehe

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.7.2007 kl. 11:50

2 identicon

Hélt þú værir að tala um marði sigur he he

Lexi (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 18:28

3 identicon

Við þetta bætist svo að Íslendingar gleyma því iðulega að "night" ætti oft frekar að þýða 'kvöld' en 'nótt'. Þessi misskilningur leiðir t.d. til rugls eins og "menningarnótt".

Eiríkur (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 20:44

4 Smámynd: Sigurjón

Jamm, íþróttafréttamenn eru ekki alltaf með jafn mikið á milli eyrnanna og flestir aðrir...

Sigurjón, 22.7.2007 kl. 21:29

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góð ábending. Ég hugsa einmitt oft um þetta mál. Alltaf asnalegt að hlusta á þetta, allt gerist að næturlagi í BNA, krimmar  hehe

Ásdís Sigurðardóttir, 22.7.2007 kl. 21:31

6 identicon

Ég hélt alltaf að þarna færi ofbeldi fram: A marði B = að merja einhvern = að lemja einhvern ... 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 21:35

7 Smámynd: Karl Tómasson

Það var mikill karakter í liðinu

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 22.7.2007 kl. 23:56

8 identicon

1:0 í æfingaleik að nóttu til var nú kallað ástarleikur í minni sveit.

Málóða matargatið (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband