Einn af fallegustu stöðum landsins
23.7.2007 | 22:43
Það er eitthvað ákaflega töfrandi við Jökulsárlón. Ég veit ekki hvað það er en mér finnst ég sjaldan hafa séð neitt jafn fallegt.
Reyndar var ég óvenju viðkvæm í þetta eina skipti sem ég hef komið þangað. Ég var að keyra hringveginn og á söndunum keyrði ég fram á dauðaslys. Frakkar á ferð um landið höfðu sveigt jeppanum til hliðar til að forðast að keyra á kind, með þeim afleiðingum að jeppinn valt og eiginkonan lést. Þegar ég kom þarna að var jeppinn á hvolfi og eigur þeirra hjóna lá tvístraðar á sandinum. Mikil röð hafði myndast og eftir um hálftíma bið tóku einhverjir að sér að beina umferðinni út af veginum og framhjá slysstaðnum. sandurinn var nógu þéttur þarna til þess að fólk á venjulegum bílum gæti keyrt það án þess að festa sig. Þegar ég sá jeppann og dótið út um allt, vitandi það að kona var dáin, gat ég ekki annað en farið að gráta. Ég grét alla leiðina að Jökulsárlóni og þá grét ég yfir fegurð lónsins. Ég þarf að koma þarna aftur á gleðilegri stund og helst á sólardegi.
Aðsókn að Jökulsárlóni alltaf að aukast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.