Talnaleikir
24.7.2007 | 16:59
Stærðfræðingar virðast skemmta sér mikið við það að setja saman litla reikningsleiki sem fá mann til að taka andköf. Fyrst þegar ég fór að fá slík dæmi send á netinu var ég alveg gapandi hissa á sumum þeirra en þegar ég hugsa betur um það er auðvitað ljóst að þetta er bara spurning um að setja dæmið rétt upp. Mér leiðast hins vegar tölur þannig að ég hef ekki einu sinni reynt að kafa ofan í þessi dæmi en ég er viss um að það reynist mörgum auðvelt.
Þetta fékk ég sent í dag og ég tek fram að reikningsandinn mikli hafði rétt fyrir sér með báðar tölur.
ALDUR ÞINN MEÐ VEITINGAHÚSAAÐFERÐINNI
Ekki segja mér aldur þinn; þú myndir hvort eð er ekki segja satt En þjónninn á veitingahúsinu gæti vitað það!
1. Byrjaðu á því að velja þér tölu, þ.e. hversu oft í viku þú viljir fara út að borða. Talan verður að vera hærri en 1 og lægri en 10.
2. Margfaldaðu þessa tölu með 2 (svona bara til að gera þetta áhugavert)
3. Bættu við 5
4. Margfaldaðu útkomuna með 50.
5. Ef þú hefur þegar átt afmæli á árinu, bættu við 1757 ....
Ef ekki, bættu við 1756.
6. Dragðu nú fæðingarárið þitt frá, fjögurra stafa tala.
Nú ætti þú að eiga eftir þriggja stafa tölu.
Fyrsta talan er upprunalega talan þín, þ.e. hversu oft í viku þú vilt fara út að borða.
Næstu tvær tölurnar eru
ALDUR ÞINN ! -------- (Ó, JÁ !!!!)
ÞETTA VIRKAR AÐEINS Á ÞESSU ÁRI (2007) ÞANNIG AÐ DREIFÐU ÞESSU MEÐAN HÆGT ER
Athugasemdir
Þetta er ótrúlegt Nú á ég eftir að fá þetta á heilann þangað til að ég get afsannað þetta! hehe
mongoqueen, 24.7.2007 kl. 20:54
Hehe, þetta er ekki hægt að afsanna, vegna þess að þetta er einfaldlega bakdyraleiðin að aldri þínum. Þú ert látinn margfalda og draga frá tölur sem koma út á núll og aldurinn sem þú huxaðir þér situr einn eftir.
Og þetta er hægt að gera líka á næsta ári. Það þarf bara að uppfæra brandarann og láta bæta við 1758 eða 1757...
Sigurjón, 24.7.2007 kl. 21:22
Ég vissi að þetta núllaði einhvern veginn aldurinn en það sem ég skil ekki er að báðar tölurnar eru réttar. Sú sem maður hugsaði sér í sambandi við veitingastaðinn OG aldurinn. En ég er viss um að ég sæi hvernig það er gert líka ef ég nennti bara að velta þessu fyrir mér.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 24.7.2007 kl. 21:45
Þetta kemur sér vel fyrir þá sem vita ekki hvað þeir eru gamlir, enda þótt þeir viti hvaða ár þeir eru fæddir. Les: Allar dömur sem orðnar eru fertugar.
Talnasleikir (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 22:33
Þessi sem býr þetta til ætti að nýta hæfileika sína í þágu mannkyns
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.7.2007 kl. 00:14
Mér finnast svona talnaleikir svo skemmtilegir .... !
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 01:44
Getur einhver útskýrt þetta? Ég valdi að fara 3 sinnum í viku út að borða, krækiberjakrúttið einu sinni og báðar fengum við út réttan aldur!
Kolgrima, 25.7.2007 kl. 02:31
Í mjög stuttu máli, "margfalda með 2, margfalda með 50" (þó það sé skref á milli), margfaldar "fjöldi út að borða" með 100. Þá eruð þið komin með tölu þar sem síðustu tveir tölustafirnir skipta ekki máli. Við þessa tölu leggið þið við, eða dragið frá "úuu... ég er svona gamall/gömul" út frá reiknireglunni: "ef átt afmæli, þá X1, annars X1 - 1". Þá er 3ggja stafa tala, þar sem fremsta talan er "fjöldi út að borða", næstu tvær eru "aldur í árum".
Næsta dæmi: Segjum að árið sé 2008. Breytið 1757 í 1758, og 1756 í 1757, og reiknið aftur. Merkilegt... þetta virðist ganga fyrir árið 2008 líka? :)
Einar Indriðason, 25.7.2007 kl. 02:50
Frábært. Takk fyrir útskýringuna Einar.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 25.7.2007 kl. 03:43
Hmm... ok, ég er alveg að ná þessu - en hvernig er þessi 1756-7 fundin? Hvernig er dæminu snúið við til að búa til svona talnadæmi?
Kolgrima, 25.7.2007 kl. 07:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.