Ég er alltaf að ljúga að fólki

Og ég sem er búin að vera að segja öllum að á Akureyri búi fimmtán þúsund manns. Ég greinilega missti af sextánþúsund og öllum tölum fram að sautján þúsund. Annars er það svo sem ekki skrítið. Ég sagði í mörg ár að á Íslandi byggju 270.00 manns, þar til allt í einu 300.000asti Íslendingurinn fæddist!

Og lengi margfaldaði ég kanadíska dollarinn með 50 til að fá út íslensku krónuna, af því að þannig var gengið þegar ég flutti út. Það var ekki fyrr en gengið varð fór að nálgast 60 að ég breytti til.

 


mbl.is Akureyringar orðnir ríflega 17.000
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Iss er ekki nóg að hafa þetta svona sirkabát?

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.7.2007 kl. 17:14

2 identicon

Íslenskir ríkisborgarar með lögheimili hér á Klakanum eru nú um 291 þúsund talsins en hérlendis búa samtals um 310 þúsund manns, því hér eiga lögheimili um 19 þúsund erlendir ríkisborgarar, sem eru þá 6% íbúa landsins, enda þótt þeir séu ekki Íslendingar.

Talnaþjófurinn slyngi (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband