Ritstjórnarvandræði
27.7.2007 | 22:55
Ég er búin að vera ógurlega stressuð upp á síðkastið vegna útgáfu bókarinnar sem við Martin Oberg erum að ritstýra. Það hefur ýmislegt gangið á afturfótunum, aðallega vegna þess að svo margt fólk tekur ekki tillit til annarra. T.d. þurftum við að bíða í þrjár vikur eftir breytingum frá einum höfunda. Sumum sendum við beiðni um breytingar allt að þrisvar sinnum og í hvert sinn sem við fengum greinina til baka voru sumar villur enn á sínum stað. Allt þetta tekur tíma, sem var of stuttur frá upphafi, og við komum þessu ekki til prentara fyrr en á mánudaginn. Í gærkvöldi var prufueintakið tilbúið en því miður fundum við villur með fontana sem ekki höfðu valdið vandræðum þegar við prentuðum greinarnar út á venjulegum geislaprentara. Post Script prentararnir eru betri en viðkvæmari. Í morgun var allt tilbúið sem þurfti að gera (við ákváðum að leyfa sumum villum að standa) og nú er spurningin hvort næst að prenta og binda í dag. Þeir ætla að reyna það. Ef það gefst fáum við eintökin á hendur á morgun og þá getur Martin tekið bækurnar með sér til Kelowna þar sem ráðstefnan verður. Ef, aftur á móti, þetta gengur ekki í dag þá fáum við bækurnar ekki fyrr en á mánudaginn og þá verð ég að sækja þær og fara með þær niður á umferðamiðstöð og senda til Kelowna. Þangað kæmu þær því vonandi á þriðjudaginn eða miðvikudaginn í síðasta lagi. Ef það gerist munu margir verða pirraðir en það er ekkert sem við getum gert lengur.
Ég held ég sé ákveðin í því að verða ekki ritstjóri. Ég vil ekki þurfa að treysta um of á annað fólk. Það er best að hafa vinnu þar sem allt er undir manni sjálfum komið.
Athugasemdir
Ég bara verð að tjá mig varðandi síðastu línanna í pistli þínum Kristín. Er þetta ekki ekta "konu" hugsunar háttur. Las eitt sinn bók sem hét "góðar stelpur fara til himna en slæmar næstum allt". Þar var einmitt mikið talað um að einmitt svona hugsuðu konur yfirleitt og það væri einmitt það sem héldi þeim niðri. Þetta er ástæða þess að konur eru sjaldnæst forstjórar og æðstu yfirmenn.
Ekki hugsa svona. Hugsaðu að þú ætlir að verða ritsjóri en að þú þurfir að verja starfsfólk þitt betur og vinna frekar í því að það vinni vinnu sína af meiri vandvirkni. Þú skalt vinna þér inn þannig virðingu að engin skili af sér vinnu til þín nema verkið sé þannig að þeir geti horft í augun á þér.
Gangi þér vel.
Halla Rut , 28.7.2007 kl. 00:10
"Good girls go to Heaven and bad girls go to Iceland."
Seinfæri spretthlauparinn (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 02:18
Halla Rut: Skiptir einhverju máli hvers kyns manneskjan er? Eru það bara konur sem huxa svona?
Sigurjón, 30.7.2007 kl. 02:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.