Sumri hallar
28.7.2007 | 02:06
Ó nei, ég var að sjá fyrstu Back-to-school auglýsingu sumarsins. Þótt mér hafi alltaf fundist gaman að fara aftur í skólann, og að fátt hafi verið skemmtilegra í gamla daga en að fara og kaupa nýja penna, blýanta, bækur o.s.frv., þá finnst mér líka svolítið niðurdrepandi þegar þessar auglýsingar byrja af því að það segir mér að sumarið sé meira en hálfnað og áður en maður veit af er kominn september og laufin fara að falla af trjánum, svo fer að kólna, og svo...
Annars hlæ ég alltaf jafnmikið þegar ég sé auglýsinguna þar sem kona sér hlynslauf falla til jarðar og byrjar að öskra. Okkur líður öllum svolítið eins og henni þegar fer að hausta. En sem betur fer er alla vega mánuður eftir af sumri.
Og þá er bara um að gera að njóta ágústmánaðar til fullnustu. Á morgun ætla ég til Gambier eyju þar sem Rosemary vinkona mín á sumarhús og svo er ég að spá í að fara niður til Portland, Oregon í næstu viku. Þarf samt að hringja fyrst í Ellen frænku mína svo það sé öruggt að einhver verði heima. Ég hef ekki farið út úr borginni síðan í janúar þannig að það er svo kominn tími til.
Athugasemdir
Jamm, nú fara Kanarnir að drepa hver annan í skólunum. Gúrkan búin.
Norðlendingurinn ljúgandi (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 02:26
!!!! Thydir thetta ad thu ert ekki a leid i sjotugsafmaeli til Islands??? Eg hef verid netlaus meira og minna sidan i juni svo eg hef ekki getad fylgst med ther, en atti allt eins von a thvi ad rekast a thig a rolti a radhustorgi einhvern daginn!
Rut (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 10:01
Rétt hjá þér Rut. Það er einfaldlega of dýrt fyrir fátækan námsmann að fljúga til Íslands yfir sumarmánuðina. Það er meira en helmingi dýrara en að fljúga á öðrum tímum ársins. Því miður. Ég mun missa af ítölsku fjölskyldunni á Íslandi.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 30.7.2007 kl. 23:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.