And she's like...

Í strætó í dag var ung kona að spjalla við vinkonu sína. Ja, eiginlega var það bara önnur þeirra sem talaði. Hún fór að tala um einhverja stelpu og frásögnin var nokkurn veginn svona:

She's like: What kind of music do you like? And I'm like: All kinds of music. And she's like: Do you like Bon Jovi? And I'm like: Yeah, sure. And she's like: I really like them. And I'm like: What song do you like? And she starts singing "You give love a bad name". She's a really cool kid. I'm gonna miss her. She's going to be in your class next year.

Hún er kennari!!!!!!! Je minn góður. Það er ekki furða þótt krakkar og unglingar tali undarlega þegar kennararnir þeirra tala svona. Ég þurfti að passa mig á því að segja ekki neitt við konuna. Annars langaði mig meira að sparka í sköflunginn á henni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Enskan er með stærsta orðaforða í heimi, en mest notuðu orðin í Norður Ameríku eru sennilega "like" og "fuckin'." Það er skömm að þessu. 

Wilhelm Emilsson, 1.8.2007 kl. 06:17

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Stundum kemst ég ekki hjá því að heyra allt sem fólk segir í strætó og þá dett í stundum í það að telja hvað það segir oft 'like'. Vanalega missi ég tölu af því að 'like' er í alla vega fimmta hverju orði. Það er rétt hjá þér, þessi tvö orð eru ótrúlega algeng. ég held líka að óbein ræða sé ekki til lengur í ensku. Alla vega ekki hjá sumum.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 1.8.2007 kl. 06:31

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Mér fannst fyndið þetta með sköflunginn, ívitnaða konan hefði ekki haft hugmyndaflug í það orð (eða jafngildi þess).

Es. Annars hitti ég Örnu Emilíu í sundi á sunnudaginn og mér fannst sem hún bæði að heilsa þér. En þið umgangist kannski ...

Berglind Steinsdóttir, 1.8.2007 kl. 08:17

4 Smámynd: Pétur Björgvin

Frábært að heyra um kennara sem er svona yfir sig hrifin af nemenda! Það er gleðiefnið í frásögn þinni hér. Og mér er alveg sama hvernig hún orðar það því hún virðist vera sönn í hrifningu sinni. Það skiptir máli.

Pétur Björgvin, 1.8.2007 kl. 11:15

5 identicon

Mér datt það í hug þegar hún fór að söngla „you give love a bad name“, fannst það ekki alveg í takt við „like“-kynslóðina. Annars eru krakkar í dag líka farnir að skrifa á msn-máli, t.d. gegt, ógó flott mar... o.s.frv. o.s.frv. Fær mann til að finnast maður eldri en maður er þegar maður skilur ekki íslensk skilaboð!

Sigrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 14:47

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

I´m like: supprised and confused over all this like you know.  Hehe

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.8.2007 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband