Undarleg stjörnuspá

Ég held að eitthvað hafi misfarist í stjörnuspár meyjunnar í dag:

MeyjaMeyja: Það er auðvelt að hreinsa hugann. Breyttu jákvæðni í neikvæðni með því að anda. Andaðu inn ást - andaðu út hræðslu. Tíu sinnum og þú ert nýr maður.
 
Af hverju ætti ég að vilja breyta jákvæðni í neikvæðni? Ég hef nú þegar alltof mikið af neikvæðni. Ég er nokkuð viss um að þetta átti að vera akkúrat öfugt. Eða við skulum alla vega vona það.
 
Annars finnst mér þetta engin stjörnuspá. Þetta er fremur svona húsráð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, ekki spillir gullaldaríslenskan heldur fyrir.  Svona hljómar dagsspáin mín:

Hrútur: Þú ert ekki í skýjunum yfir valkostum þínum þessa stundina. Þú ættir að endurrita þessa niðurbrjótandi sögu þína og muna eftir góða endinum.

Ha?!

Laufey E. (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband