Frábært hjá Jóni

Til hamingju Jón. Flott hjá þér!

Jón hefur verið að gera mjög skemmtilega hluti og gaman að sjá hann fá viðurkenningu fyrir verk sín. 

Ég mæli annars með því að Íslendingar kíki á mynd Jóns The Importance of Being Icelandic. Þetta er heimildarmynd um þrjá Vestur Íslendinga sem fara í nám við háskóla Íslands til þess að kynnast landi og þjóð og um leið sjálfum sér. Tveir þessa nemenda urðu síðar ritstjórar Lögbergs Heimskringlu í Winnipeg, Lilliane, sem lést fyrir tveimur árum, og David, sem er núverandi ritstjóri. Bæði alveg frábærar manneskjur og góðir pennar. Þriðji nemandinn Kristine Good var svo í tímum hjá mér í íslensku fyrir elrenda stúdenta þegar ég kenndi stundakennslu við HÍ.

Þessi mynd vakti mikla reiði meðal Vestur Íslendinga. Þeir töldu að Jón væri að gera grín að sér og sumir urðu svo fullir heiftar að þeir voru farnir að tala um landráð. Ég var orðin mjög spennt að sjá þessa mynd eftir að hafa heyrt svo mikið um hana, og eftir að hafa heyrt hversu reiðir sumir urðu, en þegar ég svo loks sá hana skildi ég aldrei af hverju fólk hafði reiðst svona. Mér fannst þetta mjög áhugaverð heimildamynd og ég gat ekki séð neitt sem ætti að pirra fólk, hvað þá að reita það til reiði. Það er reyndar eitt atriði í myndinni þar sem Davíð Þór (held ég) er með uppistand og gerir grín að vestur-íslensku, en það var það eina. Öðrum Íslendingum sem sáu myndina fannst hún jafnsaklaus og mér. Kannski er það sem pirrar fólk mest að í lokin komast öll þrjú að þeirri niðurstöðu að þau séu ekki Íslendingar heldur Kanadamenn með íslenskar rætur.  

En Jón hefur gert mjög spennandi hluti í Kanada og er meðal annars einn aðalmaðurinn í Gimli kvikmyndahátíðinni sem haldin er um Íslendingadagshelgina á hverju ári. Þar eru sýndar íslenskar og vestur-íslenskar bíómyndir auk nokkurra fleiri.

Hef ekki séð Jón í nokkur ár núna. Við hittumst alltaf reglulega í Winnipeg, sérstaklega þegar Svavar og Guðrún voru sendiherrahjón því þá tóku þau okkur krakkana (við bæði í kringum þrítugt) að sér og buðu okkur reglulega í mat. Eftir að Jón flutti til Toronto hef ég aðeins séð hann einu sinni á Íslendingadeginum. Jón, skreppa til Vancouver!!!!  


mbl.is Jón Gústafsson hlýtur verðlaun í New York
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband