Ávaxtaflugur

Ég væri nú ekki samkvæm sjálfri mér ef ég skrifaði ekki um ávaxtaflugurnar sem fylla eldhúsið þessa dagana. Þetta eru pínulitlar leiðindaflugur sem sækja helst í þroskaða ávexti og annan mat. Ég man ekki fruitflieseftir þeim frá Winnipeg en hér í Vancouver eru þær fastagestir á mínu heimili síðsumars. Fyrir tveimur árum voru  þær algjör plága en í fyrra voru þær ekki svo slæmar. Nú virðist allt stefna í aðra plágu og kannski hefur það eitthvað með ruslaverkfallið að gera. Verkfallið hefur nú staðið yfir í rúmar tvær vikur og ruslatunnur fyrir löngu orðnar fullar.

Ég fann grein um ávaxtaflugur á netinu og þar var gefið gott ráð til þess að veiða flugurnar. Maður setur svolítið af eplaediki í krukku og býr svo til trekkt úr venjulegu blaði og setur í krukkuna. Flugurnar sækja svo í edikið og fljúga niður í krukkuna en eru of vitlausar til að komast aftur út. Ég er þegar búin að fara út með tvær krukkur og losa þær og það er töluverður slatti nú þegar kominn í þriðju krukkuna.

Ég held að þessar flugur séu ekki hættulegar en þær eru auðvitað hvimleiðar enda eru þær í hundruðatali og setjast á mat ef eitthvað er skilið eftir á borðinu. Maður þarf helst að hafa allt í ísskápnum og loka öllu vel.

Já, það er víst nóg af kvikindum í útlandinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband