Svolítið um Sturlu Gunnarsson

Eitt af einkennum sumarsins er að næstum því engir nýir sjónvarpsþættir eru sýndir. Maður hefur því þrjá kosti. Í fyrsta lagi, maður getur sleppt því að horfa á sjónvarp, sem öllu jöfnu er góður kostur, en stundum langar mann einfaldlega að setjast í hægindastólinn og horfa inn í veröld aðra en manns eigin. Annar kostur er því að horfa aftur á sömu þættina og maður sá í vetur, eða síðastliðinn vetur. Þriðji möguleikinn er sá að uppgötva eitthvað nýtt. Ég hef svolítið gert af því að horfa á sjónavarpsþætti sem ég hef aldrei séð áður, og sumir lofa mjög góðu, jafnvel þótt hætt sé að framleiða þá. Einn af þessum þáttum er Zoe Busick: Wild Card. Þættirnir fjalla um konu á fertugsaldri, Zoe, sem allt í einu sér líf sitt umhverfast þegar systir hennar deyr. Zoe þarf að snúa baki við spennandi lífi í Las Vegas og flytja til Chicago þar sem hún tekur við uppeldi þriggja systrabarna sinna. Hún fær vinnu í tryggingafyrirtæki og fer að leysa alls kyns tryggingasvik og skyld mál. Í aðalhlutverki er Joely Fisher sem er alveg frábær leikkona. Hún lék á sínum tíma í þáttunum um Ellen, síðar í Till Death.

Ástæða þess að ég minnist á þessa þætti er sú að þegar ég fór að horfa á þáttinn í kvöld tók ég eftir því að leikstjórinn var enginn annar en okkar eigin Sturla Gunnarsson. Hann hefur leikstýrt einstökum þáttum í mörgum seríum, meðal annars þáttunum Da Vinci's Inquest og Da Vinci's City Hall, Intelligence og The Best Years. Annars er alltaf uppáhaldsmyndin mín eftir Sturlu Rare Birds sem ég mæli með að allir sjái.

Sturla ólst upp í Vancouver og mamma hans, Ástríður, býr hér ennþá. Ég gisti einmitt hjá henni þegar ég kom hingað veturinn 2003 og hélt fyrirlestur. Hún er alveg frábær. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Því miður leikstýrði hann einnig mega floppinu Beowulf sem verður að teljast með verstu myndum sem gerðar hafa verið hér á landi. Reyndar furðulegt að leikstjóri eins og hann sem hefur aðallega verið í litlum, lágstemdum myndum hafi verið valinn í það að gera stórmynd eins og þeir vildu að Beowulf yrði. Slæm blanda þar.

Ómar Örn Hauksson, 6.8.2007 kl. 06:56

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Mér fannst reyndar Beowulf og Grendel alveg ágæt mynd en það er kannski vegna þess að ég gerði  mér ekki vonir um mikið fyrirfram og því var myndin betri en ég bjóst við. Heyrði reyndar einhvers staðar um daginn að dvd diskurinn hafi selst geysilega vel þegar hann kom út. Annars er svo sem engin tilviljun að ég nefndi ekki Beowulf í færslunni. Vil frekar að fólk horfi á Rare birds sem er miklu betri mynd.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 6.8.2007 kl. 07:00

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Á nokkuð að vera að velta sér upp úr þeirri staðreynd að stundum gerir fólk ekki eins vel og það lagði af stað með.  Mér finnst hann Sturla hafa flotta hluti á sínu CV og hann er flottur í því sem hann er að gera.

Kveðjur til þín Kristín

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.8.2007 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband