Söngflugan og Simpson
7.8.2007 | 03:57
Ég las einhvers staðar um daginn að það yrði líklega enginn X-factor þáttur á Íslandi í vetur. Hér kemur þá hugmyndin að þættinum sem þið getið verið með í staðinn. Í bandaríska sjónvarpinu er núna verið að sýna þætti sem heita The Singing Bee (nafnið fengið lánað úr The Spelling Bee) þar sem keppendur þurfa að kunna texta þekktra dægurlaga. Keppnin fer þannig fram að söngvari syngur brot úr frægu lagi frá ýmsum tímum og þegar hann/hún hættir að syngja þá verður keppandinn að halda áfram og hvert einasta orð verður að vera rétt. Þannig er haldið áfram þar til aðeins einn er eftir. Þetta er hin ágætasta skemmtun. Stjórnandi er enginn annar en fyrrum NSync gæinn Joey Fatone, sem ruddist aftur fram á sjónarsviðið í vetur í þáttunum Dancing with the stars.
Ég finn reyndar ótrúlega fyrir því hversu léleg ég er í textum, sérstaklega enskum textum. Megnið af þessum lögum söng ég áður en ég var orðin nógu góð í ensku til að skilja hvað verið var að segja þannig að ég hef alltaf sungið einhvers konar bull sem er svona í líkingu við það sem sagt er á enskunni en alls ekki réttur texti. Ég kann líklega eitthvað meira af íslenskum textum en einhverra hluta vegna hef ég alltaf hlustað meira á laglínuna en textann. Ég er hins vegar ágæt í íslenskum þjóðlögum því þar var ég vön að hafa texta fyrir framan mig þegar sungið var.
Í dag fór ég að sjá Simpson myndina. Hún er býsna fyndin og ég hló upphátt á mörgum stöðum. Samt fannst mér myndin kannski ekki alveg heppnast eins vel og hún hefði getað. En einhverra hluta vegna hafði ég heldur ekki búist við því. En auðvitað er myndin algjört möst fyrir alla Simpson aðdáendur.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Ljóð | Breytt s.d. kl. 19:20 | Facebook
Athugasemdir
Þú hefur eflaust lesið hjá mér þetta um X-Factor. Frétti um helgina að þátturinn hefði verið blásinn af. Hemmi Gunn var með svipaðan þátt og þú lýsir sl. vetur eða veturinn þar áður. Kanntu lagið ... hét hann, eða eitthvað slíkt. Frægt lið var fengið til að sitja hjá píanóleikara og reyna að giska á rétt lag, minnir mig.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.8.2007 kl. 17:46
Jú, það er líklega rétt að ég las þetta hjá þér.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 7.8.2007 kl. 18:08
Slæmt að missa af X-Factor ... ég hafði gaman af því að horfa og fjalla um þessa þætti (X-Factor og Idol), ætli enski boltinn sé ekki bara svona dýr að 365 miðlar hafi ekki efni á þessu? Annars hélt ég að þetta væri það vinsælt efni að þettaði borgaði - anyhoo... best að lesa fréttina hjá Gurrí!
Mér líst vel á þennan skemmtiþátt. "Það var lagið" með Hemma Gunn var skemmtilegur þáttur en aðeins öðruvísi. Þar voru birt orð og orð og keppendur að giska út frá því. Þessi söng-keppni gæti orðið framhald af þessu og Hemmi tilvalinn í kynnis-hlutverkið? hmm? Eða Jónsi?
Simpson myndin er frábær - finnst mér. Enda Simpson-aðdáandi mikill ... (fyrir löngu síðan teiknaði litli bróðir minn mynd af mér í algerri hómer-stellingu - I got the point ... )
Kveðjur til þín!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 18:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.