Þeir sem dreifa veirunum

Þetta minnir mig á þegar hestafaraldurinn kom upp á suðurlandinu í kringum 1998. Þá voru hesthús sett í sóttkví eins og menn muna og fólk beðið um að þvæla ekki á milli hesthúsa. Á þessum tíma var ég að vinna á Fréttastofu Sjónvarps og kvikmyndatökumennirnir voru að hlæja að fréttamönnum sem þeir sögðu spígspora á milli hesthúsa, ávallt í sömu skónum, og spyrja: "Jæja, einhver veikur hjá ykkur?" Hver veit hversu mikið af vírusnum var dreift á milli hesthúsa á skóm fréttamanna!

En það kemur ekkert á óvart þótt veira hafi komist út úr rannsóknastofu og þangað sem síst skyldi. Slys geta alltaf hent. En það er gremjulegt fyrir bændur sem þurfa að losa sig við allar skepnur og bíða í einhver ár (er það ekki?) þar til þeir geta fengið sér nýjar. 


mbl.is Gin- og klaufaveiki líklega frá rannsóknarstofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ó, djí.. þetta á bara ekki að gerast.  Ég vinn með veirur sjálf og það þarf tvö slys til þess að þetta hendi.  Númer eitt;  Kærulaus vísindamaður hellir ekki klór og öðrum veirudrepandi efnum áður en hún/hann hellir veirumenguðum lausnum niður um skólplöngn.  Númer tvö;  Skólplögnin brestur.  Númer tvö er svona slys sem gæti alltaf gerst, hið fyrra er hreint kæruleysi.

Erna (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 19:47

2 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Já. vissulega er vandfarið með veirurnar og " klórinn " sem og önnur sótthreinsi-efni geta brugðist. Dauðhreinsun með hita í blautu umhverfi (undir þrýstingi)

stundum kölluð gufusæfing, sem er gjarnan notuð við framleiðslu dreypilyfja, er það skásta, sem í boði er, sé henni rétt beitt, held ég. Örverur hafa reyndar fundist í snarpheitum hverum, svo að maður verður að taka öllu með fyrirvara.

Með kveðjum frá Siglufirði, KPG,

Kristján P. Gudmundsson, 11.8.2007 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband