Tilviljanir og Íslendingar í Vancouver

Tilviljanir geta verið alveg ótrúlegar. Ég hef ekki farið á okkar annars ágæta háskólabókasafn í marga mánuði enda les ég helst greinar og þær eru orðið fremur auðvelt að hlaða niður af netinu. Ég var hins vegar uppi í skóla í dag að sinna ýmsu (m.a. að sækja Godsmack miðann minn) og ákvað að skreppa inn á bókasafn og sækja bók um dvalarhorf í spænsku, sem ég þarf að kíkja í. Ég rölti upp á fimmtu hæð þar sem málvísindabækurnar voru alltaf en það var búið að gerbreyta öllu og ég fann ekki númerið sem ég var að leita að. Svo ég hendist niður stigann aftur en á fjórðu hæð heyri ég kallað: "Kristín". Undarlegur andskoti, haldiði ekki að þar hafi staðið Halldóra Kristinsdóttir, nýr íslenskur nemandi hér í málvísindum. Hún mætti á svæðið fyrir tveimur dögum og var á háskólasvæðinu í fyrsta sinn. Ákvað að kíkja inn á bókasafn og rakst á mig. Akkúrat í þetta eina skipti sem ég hef farið þangað í allt sumar. Tilviljunin.

Þetta var fínt, við spjölluðum svolítið saman og ákváðum svo að koma upp neti Íslendinga í Vancouver enda hefur okkur fjölgað hér að undanförnu og yfirleitt engin leið að finna neinn nema af tilviljun. Ég bjó því til síðu á Facebook fyrir Íslendinga í Vancouver. Kannski rekst einhver þar inn og vill taka þátt. Síðan er hér: http://www.facebook.com/group.php?gid=4158744330&ref=mf 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð og sæl, ég rakst nú bara á bloggið þitt af tilviljun, en ég á nefninlega Kanadískan kærasta frá Vancouver og vini sem fóru í sama skóla og þú ert að stúdera í. Ég eyddi jólunum í Vancovuer, fer þangað næsta sumar og mun flytja þangað tímabundið eftir að ég lík náminu mínu hérna í Sydney!
Gangi þér vel og bestu kveðjur

Fjóla 

Fjóla Dögg Helgadóttir (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 23:17

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Blessuð Fjóla. Þér á eftir að líka vel hérna. Og þegar þú kemur muntu auðveldlega finna Íslendinga til að spjalla við því grúbban okkar er komin vel af stað og við erum komin með fimm félaga nú þegar.  

Kristín M. Jóhannsdóttir, 10.8.2007 kl. 07:11

3 identicon

Lítill heimur!  Er þetta Halldóra, sú hin sama og vann sl. ár á Landsbókasafni (með mér)?  Frétti að hún hefði farið í nám til Kanada.  Bið að heilsa henni ef þetta er rétt!

Kveðja,

Laufey

Laufey Einarsdóttir (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 08:53

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Tilviljanir eru ekki til. Þetta er blanda af karma, innsæi og tölfræði. Því opnari sem fólk er fyrir umhverfi sínu, því meir fjölgar þessum "tilviljunum", þar til að þær eru orðnar daglegt brauð. Maður kallar til sín það sem maður er tilbúinn til að meðtaka.

Ívar Pálsson, 10.8.2007 kl. 12:48

5 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Laufey, það er ekki ólíklegt. Hún er með BA próf í íslensku, þið hafið væntanlega rætt um slík fræði ef þið unnuð saman. Vissi annars ekki að þú værir á Landsbókasafninu. Vann ekki Halldóra (Tómasar) þar fyrir rosalega löngu?

ívar, hvernig fer maður að því að nota karlmað, innsæið og tölfræðina til þess að hitta verðandi eiginmann???  

Kristín M. Jóhannsdóttir, 10.8.2007 kl. 17:19

6 identicon

Karmað, innsæið og tölfræðin veldur því að auðveldara er að hitta sína eigin fyrrverandi en tilvonandi eiginmenn þar til þeir hafa skipt um hlutverk. En svipaðar líkur eru á að hitta fyrrverandi og tilvonandi eiginmenn annarra. Þetta á einnig við um eiginkonur, að bestu manna yfirsýn.

Makalausi hjónabandsráðgjafinn (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 19:43

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Afsakaðu, Kristín, ég sá ekki fyrr en nú að þú hafðir spurt mig þarna um daginn. En ef þú ert Kristín Margrét (f.14), þá er aðaltækifærið í ferð þinni um mánaðamótin okt.-nóv. nk. Síðan er desember mjög aktívur. Smá- stjörnuspeki í gangi ( ip@sea.is ).

Ívar Pálsson, 15.8.2007 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband