Undarleg auglýsing

Það er undarleg auglýsingin frá JPV útgáfunni um íslenska stafsetningarorðabók sem sést á forsíðu netmoggans. Þar segir:

Ef kjarnorkusprengja spryngi yfir Reykjavík dæju allir bæjarbúar.

Athyglisvert dæmi, ekki satt? Létt og skemmtilegt!!! Þar að auki verð ég að segja að íbúar Reykjavíkur ættu varla að kallast bæjarbúar heldur borgarbúar. Ef þetta dæmi er svo gamalt að það hafi verið samið á þeim tíma er Reykjavík taldist bær en ekki borg þá þykir mér nú tími til kominn að uppfæra. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta ER gamalt dæmi - úr landsprófi frá því fyrir 1950, ef ég man rétt, og hefur gengið aftur í ýmsum stafsetningarkennslubókum. Bara lýsandi dæmi um að orðaforði stafsetningaræfinga er ákaflega takmarkaður.

Eiríkur (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 20:29

2 Smámynd: Sigurjón

Jamm, þetta er ekki björt sýn, eða hvað?

Sigurjón, 12.8.2007 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband