Tek ekki áskorun

Je minn góður. Ég held að sá sem skrifaði stjörnuspána fyrir meyjuna í dag þekki mig. Alla vega á þetta hrikalega vel við - nema auðvitað ég hef fulla ástæðu til þess að væla Wink

MeyjaMeyja: Þú hefur yfir engu að kvarta. Þú gætir svo sem grafið eitthvað upp ef þú vilt, en hver hefur tíma fyrir neikvæðni? Reyndu að setja met. Gáðu hversu lengi þú getur þolað við án þess að væla.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Kæra Kristín, ég kannast við, að maður getur átt misgóða daga. Ég er nýkominn úr veiðiá, án þess að þar væri bröndu að sjá. Veiðifélagar mínir, sonur minn og vinur hans, þaulvanir kappar reyndu margar flugur án viðunandi árangurs. Ég lá ýmist í sólbaði eða fékk mér heilsusamlegar gönguferðir. Leiddist mér ? Nei ! Lagðist ég í víl og þunglyndi ? Ekki heldur ! ég hefi sjaldan skemmt mér jafnvel í veiði, vegna þess að ég hlustaði á snillinginn Gísla heitinn Halldórsson lesa söguna um góða dátann Svejk. Með góðri kveðju frá Siglufirði, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 14.8.2007 kl. 11:18

2 Smámynd: Sigurjón

Það er engin raunveruleg ástæða fyrir barlómi, sérstaklega þegar maður er á slíkum ódáinsvöllum sem Vancouver eru.

Sigurjón, 15.8.2007 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband