Um slöngur og snáka

Ég hef alltaf verið óttalega hrædd við slöngur, sem á Íslandi var fremur furðulegt þar sem við höfum engar slíkar þar. Mér var svo illa við þessi kvikindi að ég var jafnvel hrædd við flest sem líktist slöngu, svo sem ýmsa vatnaorma og þvíumlíkt. Fékk einu sinni næstum hjartaáfall í gæludýrabúð á Laugarveginum því þar var eitthvert kvikindi í vatni sem leit út eins og snákur. Ég gat ekki einu sinni horft á snáka eða slöngur í sjónvarpinu.

Eftir að ég flutti vestur um haf hef ég af og til séð snáka í grasinu eða að skjótast yfir götuna og smám saman hef ég vanist þeim. Hjartað slær því ekki hraðar lengur við tilhugsunina um snák. Það er kannski aðallega vegna þess að snákar hér í Kanada eru vanalega hættulausir, nema skröltormurinn sem finnst í suður Alberta og í Okanagan dalnum hér í BC. En yfirleitt sér maður bara litla gula og græna garðsnáka.

Núna í kvöld er ég að athuga hversu vel ég er búin að venjast snákunum. Ég er að horfa á myndina Anaconda. Ef ég get gert það án þess að fá martröð er ég búin að stíga mörg skref fram á við. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorbjörg Ásgeirsdóttir

Svona snáka-fóbía er athygliverð. Ég þekki eina manneskju með þessa fóbíu og hún er reyndar kanadísk. Hjá henni var þetta svo slæmt að það mátti ekki einu sinni tala um snáka í návist hennar.

Þorbjörg Ásgeirsdóttir, 15.8.2007 kl. 13:51

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Það er annars merkilegt hvað fólk getur verið hrætt við undarlegustu hluti. Ég sá einu sinni þátt í sjónvarpinu þar sem maður var að reyna að lækna fólk af fóbíum sínum og ég grét stundum úr hlátri (og skammaðist mín ógurlega fyrir það) en það var bara svo ótrúlegt hvað sumt fólk hræddist og eins hversu sterk viðbrögð þeirra voru.  

Kristín M. Jóhannsdóttir, 15.8.2007 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband