Meira um strandboltann
14.8.2007 | 22:34
Ég skrifaði ekkert um fótboltamótið á sunnudeginum enda fór ég beint á Godsmack tónleikana eftir að mótinu lauk og þegar ég kom heim þaðan fór ég beint að sofa.
Sumir hafa kannski haldið að ég hafi ekki skrifað neitt um fótboltann af því að við vorum svo lélegar. Það var nú öðru nær. Við gerðum jafntefli í fyrri leiknum okkar sem var sérlega frábært í ljósi þess að stelpurnar sem við spiluðum á móti voru allar í meistaraflokki kvenna og meðalaldurinn var 21 ár. Við spilum hins vegar í fjórðu deild og vorum því bara býsna stoltar yfir því að halda jöfnu.
Þessi þriðji leikur mótsins var síðasti leikur riðlakeppninnar. Fjögur lið komust í undanúrslitin og þá kom í ljós að einungis liðið sem vann okkur á laugardeginum hafði unnið alla leikina. Þrjú lið voru svo jöfn að stigum með eitt tap, einn sigur og eitt jafntefli. Því var farið eftir markahlutfalli og við vorum með þrjú mörk skoruð og þrjú mörk á okkur svo staðan hjá okkur var 0 í mörkum. Hin liðin tvö voru með +1 og +2 eða eitthvað svoleiðis. Þannig að þau fengu að leika innbyrðist og þurftu vítaspyrnukeppni til að fá úrslit. Við, aftur á móti, dæmdumst neðst og urðum því að leika við bölvað liðið sem vanna alla aðra. Við töpuðum þeim leik 4-0. Það lið var líka meistaradeildarlið og þegar þær fréttu að við lékum í fjórðu deild fannst þeim lítið til sigursins komið. En við vorum sáttar og það var kannski eins gott að við komumst ekki í úrslitin því ég hafði rétt tíma til að fara í sturtu og svo varð ég að skella mér á tónleikan.
Verst var að stóra táin á hægri fæti er bólgin svo ég á svolítið erfitt með að vera í skóm. Verð að vera í sandölum þar sem ekkert þrengir að tánni. Þar að auki er mér illt í náranum, en það gæti verið eftir klifrið í gær.
Talandi um klifur, í gær klifraði ég V3 leið alveg hreina. Soooooooo happy!!!
Í stað þess að setja mynd af mér í fótbolta til að skreyta síðuna set ég mynd af Guðrúnu bróðurdóttur minni sem var að spila með Þór á pæjumóti á Siglufirði um helgina.
Athugasemdir
Það er engin skömm af því að tapa fyrir meisturunum. Hins vegar kemur mér nokkuð á óvart að jafn greind manneskja og þú skulir eltast við leðurtuðru. Kannske sé ég ekki spennuna sem fylgir keppnisíþróttum á borð við tuðruspark.
Það er gaman að sjá að þér líkar lífið þessa dagana og haltu því endilega áfram kæra frænka. Máski heimsæki ég þig til Kanada einn daginn, þó það verði varla á næstunni...
Sigurjón, 15.8.2007 kl. 01:11
Já, það er alveg undarlegt hvað margt vel þenkandi fólk hefur gaman af að spark tuðru. En það verður að fyrirgefa okkur, þetta er ábyggilega meðfæddur galli.
Komdu endilega til Kanada. Hér er fallegt og skemmtilegt. Ég býð enn eftir Sigga og Gunnu sem ætluðu að koma hingað fyrir tveimur árum en hafa ekki enn látið sjá sig.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 15.8.2007 kl. 17:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.