Kom ekki á óvart

Ég var að enda við að horfa á Supernova og það kom ekki á óvart að Ryan skyldi fara heim. Tapkeppnin var augljóslega á milli hans og Storm og þótt hann hafi staðið sig betur en hún í gær var hann mun lélegri í kvöld. Mér fannst hann alls ekki standa sig með Who lagið en Storm kom hins vegar með stórskemmtilega útgáfu af Helter Skelter. Og ég er alltaf mjög gagnrýnin á fólk sem þorir að reyna sig við Bítlalög. 

Ég vildi gjarnan fá lokaþátt með Magna, Toby og Lúkasi því þá get ég haldið partý með Marion vinkonu minni og Ryan manni hennar. Marion er kanadísk og Ryan er ástralskur. En ég held að Dialana hljóti að vera með á lokakvöldinu sem þýðir að annað hvort Toby eða Lúkas fer heim með Storm í næstu viku. (Auðvitað verður Magni á lokakvöldi - ekki spurning.)

Hvað fannst ykkur annars um flutning Dilönu á Psycho Killer? Mér fannst þetta býsna skemmtilegur flutningur sem minnti óneitanlega á Ninu Hagen þegar hún var upp á sitt besta.  En augljóslega var þetta ekki rétti stíllinn fyrir Supernova. Hins vegar er hún búin að standa sig svo vel að henni verða ábyggilega fyrirgefin ýmis mistök. Flutningur hennar á þriðjudagskvöldið var ótrúlegur.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband