Gamla góða skyrið

Ein stelpan sem vinnur í Cliffhanger sat í hljóðkerfistímum hjá Doug fyrir tveimur árum þar sem ég var aðstoðarkennari. Þegar ég var að fara heim eftir klifrið í gær kallaði hún á mig og spurði: "Hvernig stendur á því að það er ekki hægt að kaupa skyr í Kanada?" Í ljós kom að hún hafði verið að ferðast um Evrópu í sumar og henni og vinkonu hennar datt allt í einu í hug að skella sér til Íslands því önnur vinkona (eða kannski var það vinur) var þar svo þær gátu fengið ókeypis gistingu. Hún féll alveg fyrir íslenska skyrinu en einnig fyrir flatbrauði. Ég hef ekki enn hitt þann útlending sem hefur smakkað skyr og ekki líkað það. Það er spurning hvort ekki er hægt að fara að flytja þessa dásemdar vöru út til Kanada, nú þegar sérstakur vörusamningur milli landanna er í höfn!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

skyrið er flutt út til austur strandar usa núna og einnig er það fáanlegt í DK eins og Jón Arnar bendir á og líka hér í London svo að Kanada ætti alveg að geta bæst við en það mun þá varla koma yfir á vesturströndina þar frekar en í usa!! En mér var sagt af íslenskri vinkonu minni hér í UK að gríska jógústin væri nánast eins .. ég skellti mér á eina um daginn og þvílíkur viðbjóður ÞETTA ER SKO EKKI EINS ÞAÐ ER ALVEG FYRIR VÍST!

Er með aðra ísl vinkonu hér fyrir framan mig og hún segir vera búin að smakka grísku jógúrtina hér og finnst hún ekki eins (hjúkkit) og hún hefur líka keypt skyr hér það er skyr.is (vont) og segir hún það bara eins og okkar íslenska .is skyr svo að það er gott mál ... þá að þetta sé ekki ísl mjólk.

Hrabba (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 21:23

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Það er bara til eitt íslenskt skyr og það er ekki .is djunk.

Ómissandi morgunmatur hjá mér, frá örófi alda

Þröstur Unnar, 25.8.2007 kl. 21:26

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk kærlega bæði tvö. Já það er líklega borin von að skyrið komist alla leið hingað vestureftir. Verð greinilega að fara að búa það til sjálf eins og Jón stingur upp á. Keypti jógurt í dag og ætla að prófa.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 25.8.2007 kl. 21:26

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þegar ég bjó í Bretlandi þá rambaði ég á gríska jógúrt og hún fannst mér hún ótrúlega lík skyrinu en ekkert jafnast þó á við EKTA íslenskt skyr.

Huld S. Ringsted, 26.8.2007 kl. 01:06

5 Smámynd: Mummi Guð

Þegar ég bjó í Pittsburgh þá gat ég alltaf rölt inn í Whole Foods og keypt íslenskt skyr, lambakjöt, fisk, osta og smjör. Ég elskaði þá búð.

Mummi Guð, 26.8.2007 kl. 10:05

6 identicon

já það eru einmitt whole food verslanir hér sem selja þetta ... nb á kensington high street ... selja líka vatn og osta ... en bara það að þetta sé selt í whole food búð segjir manni nett til um verðið!!

Hrabba (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband