Styttist í hokkíið.

Það styttist í að hokkívertíðin hefjist á ný og af því tilefni hef ég breytt aðalmyndinni á blogginu mínu. Fyrsti æfingaleikurinn fer fram 17. september og aðalvertíðin hefst síðan fimmta október. Ég lofa að blogga ekki of mikið um hokkí enda held ég að enginn á Íslandi hafi gaman af því að lesa þau blogg frá mér. En rétt eins og Kanadamenn þurfa að skilja mikilvægi handboltans finnst mér að Íslendingar eigi að fara að sýna hokkíinu aðeins meiri áhuga. Þetta er frábær íþrótt sem skemmtilegt er að fylgjast með. Og ef þið vitið ekki með hvaða liði þið eigið að halda skal ég hjálpa ykkur aðeins: Vancouver Canucks!

(Nei Bjarni, ekki Oilers.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vertu alveg ófeimin við að blogga um hokkíið og Vancouver Canucks, gaman að fá fregnir af því liði þrátt fyrir að þekkja afar fáa í liðinu.

Verst bara hvað búningarnir og nýja merkð er ljótt, kunni betur gömlu búningana og merkið.

Kristján Sturluson (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 18:51

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Akureyringar (ansi margir) hafa nú gaman af því að heyra um hokkíið, kveðja frá Akureyri

Huld S. Ringsted, 28.8.2007 kl. 19:46

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Huld og Kristján, gott að heyra. Annars er ég ekki sammála þér Kristján með búningana. Ég er ákaflega hrifin af bláa litnum og háhyrningnum. Hins vegar á að afhjúpa nýja búninga á morgun og ef marka má mynd af húfu sem sett var óvart á heimasíðu NHL verður áfram sama merki en farið til baka í græna litinn. Ég er ekki viss um að það sé góð ákvörðun.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 29.8.2007 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband