Nefndarfundur

Eftir fjörtíu og fimm mínútur mun ég funda með nefndinni minni um stöðu mína í náminu. Hingað til hef ég alltaf hlakkað til þessa funda því ég hef staðið mig vel, er á réttum stað í náminu, hef komist inn á þó nokkrar ráðstefnur o.s.frv. Ég hef því fremur fengið hrós en hitt. Nú hef ég aðeins meiri áhyggjur því ég hef ekki gert margt síðan við funduðum í vor. Ég hef reyndar fengið grein birta, sem er gott, en ég hef ekki skrifað eins mikið í ritgerðinni og ég vildi. Nú krosslegg ég því fingur og vona að ég verði ekki skömmuð!!!

Annars er best að ég komi mér upp í skóla. Ég þarf að sækja bók á bókasafnið áður en fundurinn hefst.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

heyrðu góða þú komst nú með einn stóran punkt í þessu öllu "búin að fá meira birt" það er nú annski mikið út af fyrir sig ;) Vonandi hefur fundurinn gengið vel.

 Ég var sjálf að skila MSc ritgerðinni minni í gær á poster og mini-viva eftir ... sjáum svo til með árangur seinna

Hrabba (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 21:56

2 Smámynd: Mummi Guð

Ég hef fulla trú á þér    .

Mummi Guð, 29.8.2007 kl. 22:17

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk takk. Fundurinn gekk vel. Þau virðast ekki hafa neinar áhyggjur af mér.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 30.8.2007 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband