Alice in Chains!!!

Í dag keypti ég miða á tónleikana með Velvet Revolver og Alice in Chains!!! W00t  Þeir verða haldnir sjöunda september og ég lofa að sjálfsögðu að gefa skýrslu.

Eitt af því sem er frábært við Vancouver er einmitt það hversu margar hljómsveitir koma hingað. Kannski ekki eins margar eins og ef ég væri í London, New York, Kaupmannahöfn eða jafnvel Toronto, en mun meira en Winnipeg, Reykjavík eða Akureyri. Ég hef því aldrei áður búið á stað þar sem ég get séð eins mörg bönd - en reyndar aldrei verið eins fátæk!!!! Hef því ekki efni á að sjá nálægt því eins margt og mig langar. Áðan sá ég t.d. að Broken Social Scene er að koma hingað - flott kanadísk grúbba. En ég sá þá í Ottawa í fyrr og verð að láta þá nægja. Hef hins vegar aldrei séð Alice in Chains!!!!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Vancouver er gósenborg tónlistarinnar.

Talandi um Alice in Chains. Dó ekki söngvarinn sem er á þessari mynd? Mig minnir það endilega og ég held að dánarorsök hafi verið of stór heróínskammtur.

Við bíðum spennt eftir ritdómnum.

Wilhelm Emilsson, 30.8.2007 kl. 01:44

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Jú jú, Layne Staley, dó 2002. Það verður athyglisvert að heyra í hljómsveitinni núna. Held að flest lögin sem ég þekki með þeim séu frá fyrri tíð.

 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 30.8.2007 kl. 01:53

3 identicon

djíí öfun! ég missti af Slash og snilingum hér í London, því engin vildi fara með mér og ekki nennti ég EIN!  Alice in Chains er ég bara nýbyrjuð að hlusta á og á einmitt Dirt mun hafa orð Bárðar í huga næst þegar ég hlusta á hana.

En á meðan ég var í Seattle sá ég nokkrar góðar, m.a Rolling Stones ;) og var svo auðvelt að kaupa miða og ÓDÝRT líka og algjör gósentíð í hljómleikum þarna ... yndislegt

En því þú minntist á London tja ok jú það koma nú annsi margar sveitirnar hingað en GMA, það kostar hálfa hendina ef ekki meira á alla þessa tónleika og svo er ansk*** erfiðara að ná sér í miða, í stuttu máli sagt það er ekkert gaman að búa í London tónleika lega séð!

(fór á TOOL um daginn og þeir voru hreint út sagt geggggjjjjaaaððððirrrr ... ;) er svo að fara á Incubus í lok sept :D já og við pabbi skelltum okkur á Rodger Waters hér en ég sá hana í Rey líka síðasta sumar) 

Hrabba (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 18:54

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég mun líka hlusta á Dirt með öðru hugarfari núna.

Hrabba, hér kemur ráð mitt til þín. Aldrei missa af tónleikum bara af því að enginn vill fara með þér. Þótt það sé óneitanlega skemmtilegra að fara á tónleika með öðru fólki skiptir það yfirleitt engu máli. Ég hef yfirleitt farið ein á tónleika því vinir mínir annað hvort fara sjaldan eða þá þeir hafa ekki sama tónlistarsmekk, og ég læt það aldrei stoppa mig. Enda er ég þarna fyrst og fremst fyrir upplifunina, og til þess að hlusta á tónlistina.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 31.8.2007 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband