Barnabörn ömmu Stínu

Barbabörn ömmu Stínu

Í dag fékk ég pakka frá Tim með dóti sem ég hafði gleymt þegar ég flutti frá Winnipeg. Þetta hafði verið einhvers staðar í kassa. Hann er að flytja til Ohio og var því að fara í gegnum dót. Þetta var fyrst og fremst dúkur sem við höfðum alltaf í stofunni en einnig myndir. Þar á meðal var þessi mynd af öllum barnabörnunum hennar ömmu Stínu samankomnum. Ég efast um að það séu til margar myndir af okkur öllum saman. 

Lengst til vinstri er Ágústa heitin, síðan bræður mínir þrír, Geiri, Gunni og Haukur, og að lokum Borghildur með mig í fanginu. Ég er líklega á fyrsta ári þarna. Þvílík bolla. Ég hef nú eitthvað lagt af síðan þá. Ekki veit ég hins vegar af hverju sófinn er fyrir framan svalarhurðina. Virðist ekki mjög hentugt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband