Ávextirnir í garðinum
31.8.2007 | 04:53
Kvöldsnakkið mitt í kvöld voru brómber úr garðinum. Runnarnir eru háir og erfitt að ná berjunum - sérstaklega af því að við eigum engan almennilegan frístandandi stiga - svo ég klifraði upp á bílskúrinn og náði slatta af berjunum næst skúrnum. Svona tæplega lítra. Það var reyndar sorglegt að horfa yfir runnann og sjá hann svartan af berjum að ofan en ná ekki til þeirra. Verð að finna leið til þess að komast að þessu góðgæti.
Eplatréð er líka hlaðið eplum en sem betur fer er ekki eins mikið af þeim og undanfarin ár. Við höfum þurft að henda alveg stöflum því eplin eru mörgum sinnum fleiri en við getum borðað. Við bjóðum stundum fólki að koma og tína en það dugar ekki til. Verst er líka að maður getur aldrei borðað nema hluta af eplunum því þau eru aldrei spreyjuð og við fáum því orma í þau. Í fyrra bakaði ég eplaköku (reyndar eplakobbler) og varð að skera fjölda orma frá áður en hægt vær að fá nóg af eplum í kökuna. En það var alveg þess virði.
Ég fann eina peru á perutrénu og hún var útétin. Ég bjóst ekki við neinum perum hvort eð var því tréð var hoggið til hálfs í fyrra og yfirleitt koma engir ávextir á trén fyrst eftir slíkt sjokk. Þannig að þessi útétna pera var meira en búist var við.
Athugasemdir
Engir ávextir í garðinum hjá mér, en ég dett stundum í algjört epla-fyllerí .... kannski án ormanna ...
Kveðja frá Akureyri!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 08:42
Bara öfundsjúk.
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir, 31.8.2007 kl. 12:55
bloggið þitt er í uppáhaldi hjá mér, ég vildi bara láta þig vita
halkatla, 31.8.2007 kl. 20:11
Takk takk takk elsku Anna. Ég kíki líka alltaf reglulega inn til þín (en fæ aldrei kaffi).
Kristín M. Jóhannsdóttir, 31.8.2007 kl. 22:12
Þetta hljómar ævintýralegt og skemmtilegt hjá þér. Tína ávexti í garðinum og borða. Talandi um garða... garðurinn hjá mömmu þinni og pabba er líka algjört ævintýri. Með vatnsmyllunni, vindmillunni, öllum ljósunum og blómunum. Hreinasta snilld!
PS. Veistu hvað er ógeðslegra en að sjá orm í epli sem þú varst að bíta í? Að sjá hálfan orm í epli sem þú varst að bíta í
Gunnar Kr., 1.9.2007 kl. 01:54
Minn maður fór í gær út í garð til að ná sér í peru af perutrénu. Þá vildi ekki betur til en eitthvað óyndiskvikindi stakk hann í úlnliðinn þannig að hann varð frá að hverfa... með eina ormétna peru! Hefur svo eitt deginum í dag á bráðamóttökunni hér í Eugene því framhandleggurinn er orðinn eins og digur kálfi, svo mikil voru eituráhrifin. En brómberin eru góð!!
Kv. María
María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason, 1.9.2007 kl. 05:52
Ja hérna. Ég held að þetta hljóti að flokkast undir það sem Spaugstofan kallaði: "Hættur á heimilum". Ég þarf greinilega að horfa vel í runnana áður en ég læt vaða. Vona að hann hafi fengið eitthvað gott við þessu.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 1.9.2007 kl. 05:58
Gunnar, já, foreldrar mínir eru snillingar og þeim þykir gaman að hafa fínt í kringum sig. Reyni að hugsa ekki um hálfétna orminn.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 1.9.2007 kl. 06:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.