KEAlíkispylsur og kartöflumús

Miðað við það hversu mikil kartöflumanneskja ég er (elska kartöflurnar nýteknar upp úr jörðinni, soðnar og síðan smjör, salt og pipar blandað saman við) er það alveg undarlegt hvað ég er hrifin af kartöflumús úr pakka. Passa mig á því að eiga alltaf svoleiðis í hillunni ef ske kynni að ég yrði heltekin löngun. Nú á ég líka evrópskar pylsur sem eru svipaðar gömlu góðu KEA pylsunum (sorrí sunnlendingar en mér hefur aldrei þótt SS pylsurnar góðar) svo ég skelli þeim á pönnuna, set smá ost út á og svo tómatsósu og þá er ég horfin aftur til fortíðar. Ég ætti reyndar að taka fram að það eru pylsur með osti sem bera mig til fortíðar, ekki kartöflumúsin, því  mamma hafði auðvitað aldrei kartöflumús úr pakka. Við borðuðum bara kartöflur úr garðinum á Einarsstöðum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kartöflumús úr pakka Stína?Frussssssssssss

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.9.2007 kl. 20:51

2 Smámynd: Þóra Sigurðardóttir

Mikið er það góð tilfinning að vita af einhverjum sem finnst kartöflumús í pakka góð því mér finnst það líka en hef ekki sagt nokkrum manni frá því. Ég hef ekki oft leyft mér þetta því börnin vildu þetta ekki en... annað og síðasta er að flytja að heiman

Samt er ég eins og þú því ég elska nýuppteknar kartöflur með smjöri og auðvitað sem meðlæti.

Þóra Sigurðardóttir, 1.9.2007 kl. 23:37

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ókei, Þóra hér með er stofnað leynilega músafélagið. Við erum tvær í þvi. Aðrir verða að sækja um inngöngu ef þeir vilja vera með.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 1.9.2007 kl. 23:56

4 Smámynd: Þóra Sigurðardóttir

Frábært ! Hvort viltu vera formaður eða ritari? Við verðum saman gjaldkerar

Þóra Sigurðardóttir, 2.9.2007 kl. 00:29

5 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Eiginlega er mér alveg sama, þú mátt elja. En ég ætla pottþétt að setja þetta á ferilsskrána mína. Formaður eða ritari plús gjaldkeri leynilegs músafélags hlýtur að vekja aðdáun og auka líkur mínar á að fá góða vinnu þegar ég útskrifast.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 2.9.2007 kl. 00:34

6 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég held að Jennýju langi ógurlega að vera með í  músafélaginu þótt hún muni aldrei viðurkenna það

Kristín M. Jóhannsdóttir, 2.9.2007 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband