Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Tenglar
Mikilvægir hlekkir
Mikilvægir hlekkir
Vinir blogga
Sjáið hverjir fleiri eru að blogga
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Anna
- Ágúst H Bjarnason
- Berglind Steinsdóttir
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bergur Thorberg
- Björn Emilsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynja skordal
- Bwahahaha...
- Eiður Svanberg Guðnason
- Einar Indriðason
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Fjarki
- Geiri glaði
- gudni.is
- Guðmundur Pálsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún Ösp
- Gunnar Kr.
- Gunnar Már Hauksson
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Halla Rut
- Heiða Þórðar
- Helgi Már Barðason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Huld S. Ringsted
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Íshokkí
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Elíasson
- Jón Svavarsson
- Júlíus Valsson
- Kent Lárus Björnsson
- Kolbrún Kolbeinsdóttir
- Kristín Helga
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Loftslag.is
- Magnús Geir Guðmundsson
- Marinó Már Marinósson
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- mongoqueen
- Mummi Guð
- Myndlistarfélagið
- Norðanmaður
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Pétursson
- Páll Ingi Kvaran
- Pétur Björgvin
- Ragnar Páll Ólafsson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Riddarinn
- Róbert Badí Baldursson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Ruth Ásdísardóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurður Antonsson
- Sigurjón
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Valdimar Gunnarsson
- Vertu með á nótunum
- Wilhelm Emilsson
- Þorsteinn Briem
- Þóra Lisebeth Gestsdóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- Þröstur Unnar
- Öll lífsins gæði?
Önnur Bandaríkjaferð
2.9.2007 | 05:21
Ég ætla að skreppa aftur yfir landamærin á morgun. Að þessu sinni bara til Washington fylkis, að Olympic þjóðgarðinum. Lína, Alex og Einar ætla að fara og buðu mér með. Það var bara fínt því ég hafði ekkert á dagskránni hvort eð var, nema þá helst að læra og ég get ekki séð að ég hefði gert of mikið af því.
Skaust í klifrið í dag en stoppaði stutt við. Lamdi hægri hendinni svo illa í vegginn að ég hélt ég hefði brotið eitthvað. En það var nú ekki. Í staðin er ég svolítið bólgin og pínulítið marin. En ekkert alvarlegt. Lagast áður en ég gifti mig eins og mamma sagði alltaf.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Athugasemdir
Kristín
Vinsamlega taktu því vel að ég bendi þér á að stjórnsýslueiningarnar í Bandaríkunum hafa í rúm 200 ár verið kölluð ríki. Þýðiðngin á United States á íslensku er byggð á bandalagi mjög sjálfstæðra ríkja. Þessvegna eru æðsut embættismenn þessara ríkja ríkisstjórar eins og Arnold Alois Schwarzenegger Kalíforníu. Öðrumáli gegnir um Kanada, þar eru fylki og fylkisstjórar. Því miður ert þú ekki ein um að slá þessu saman. Alþingi lét sig hafa það að senda Halldór Blöndal í opinbera heimsókn til Kaliforníu fylkis þar sem hann átti fund með forseta ríkisþingsins.
Bestu kefðjur
Emil
Michigan, USA
Emil (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 15:05
Takk fyrir ábendinguna Emil. Ég skal reyna að muna þetta en það gæti nú tekið tíma.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 2.9.2007 kl. 15:12
Nákvæmlega Kristín, ég hef nú búið í USA nota fylki þegar ég tala um "state". Kem líklega ekki til með að breyta því í bráð.
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir, 2.9.2007 kl. 18:09
Mér finnst þetta flott mottó: Lagast áður en ég gifti mig.
Má ég stela því og nota það?
Góða ferð yfir landamærin og farðu vel með höndina þína, og sjálfa þig!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 21:19
Gjörðu svo vel Doddi. Gunnhildur, það er nú svo merkilegt að í íslenskri orðabók er 'state' gefið upp sem ensk þýðing á 'fylki' (sem einn af möguleikunum).
Kristín M. Jóhannsdóttir, 3.9.2007 kl. 05:56
Hæ og takk fyrir síðast. Hér er linkurinn sem ég var búin að lofa að senda þér. Hann veldur töluverðum hlátri ;-)
http://www.youtube.com/watch?v=s-mOy8VUEBk
Lína (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 18:03
Akureyrskar húsmæður hafa greinilega notað þetta orðatiltæki við dætur sínar, því mamma mín notaði þetta líka eftir að við systurnar fórum kollhnísa niður Langholtið. En var það ekki: Þetta grær áður en þú giftir þig?
kikka (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 08:02
Kikka, svona þegar ég hugsa um stuðlaáráttu Íslendinga þá verð ég að viðurkenna að 'grær áður en þú giftir þig' hljómar að sjálfsögðu betur og það er vel hugsanlegt að það hafi einmitt verið það sem mamma sagði. My bad.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 5.9.2007 kl. 15:43
Spurði mömmu og pabba og jújú, 'Það grær áður en þú giftir þig'. Ert þú systir hennar Írisar?
Kristín M. Jóhannsdóttir, 5.9.2007 kl. 19:19
Sæl vertu
Já ég er systir hennar Írisar og hún benti mér á bloggið þitt sagði að það væri afar skemmtilegt og ég hef fylgst með þér síðan. Bara gaman. Mamma notaði þetta líka svo mikið ef maður datt og meiddi sig, ég notað þetta svo óspart á mín börn, frábært hvað fólk frá sama stað getur verið líkt
Annars býrð þú í einni af uppáhaldsborgunum mínum, sem ég hef þó aldrei komið til.
kv. kikka
kikka (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 11:33
Skelltu þér endilega til Vancouver. Hér er gott að vera og borgin fín heim að sækja.Svolítið skítug eins og er reyndar því hér eru bæjarstarfsmenn í verkfalli og þar á meðal ruslakarlarnir.
Ég man eftir Írisi frá því í gamla daga en þér man ég bara eftir í nafni. Heyri mömmu og pabba stundum minnast á þig. Þau segja að þú sért verðlaunaleikritaskáld. Til hamingju með það.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 7.9.2007 kl. 01:31
Verðlaunaleikritaskáld, það er alveg frábært, eignlega betra en að vera kvikmyndahandritahöfundur. Sé þig þegar ég kem til Vancouver
kv. kikka
kikka (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 14:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.