Ljótu hálfvitarnir í menntó
4.9.2007 | 04:47
Ég hef bara heyrt pínulítið með Ljótu hálfvitunum en það sem ég hef heyrt er auðvitað frábært. Enda ekkert skrítið, ég er búin að þekkja suma þessa hálfvita síðan í menntaskóla og þeir voru þá þegar orðnir hrikalega fyndnir. Sævar var með mér í bekk í þrjú ár og Toggi var hálfgerður heiðursfélagi í bekknum enda kunni ekkert okkar á gítar og Togga var því alltaf boðið í partýin. Okkur fannst ákaflega gaman að syngja.
Ég man eitt sinn í skálaferð að ég, Sævar og Sirra Ólafs, sem þá var ein af betri leikkonum skólans, vorum valin í skemmtinefnd ferðarinnar svo við lokuðum okkur uppi á svefnlofti til þess að semja og æfa. Við vorum þarna í einhverja klukkutíma því bullið rann svoleiðis upp úr Sævari að við Sirra lágum í krampakasti og emjuðum af hlátri. Það tókst að lokum að setja saman einhvern fjandann en ég er viss um að hið opinbera skemmtiatriði stóð langt að baki skemmtiatriðum Sævars uppi á loftinu. Já, þetta voru skemmtilegir tímar.
Hálfvitar heita á Völsungsstúlkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ja hérna. Óvænt og skemmtileg upprifjun kæra bekkjarsystir. Ég gæfi mikið fyrir að muna eitthvað af þessum stundum ... en sennilega er ég búinn að skemma svo á mér höfuðið með öllum hálfvitagangnum að þetta er allt meira og minna í þoku. Bestu kveðjur til þín.
Sævar hálfviti (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 13:59
Já Sævar minn. Þú verður bara að treysta okkur hinum með minnið. Þegar við hittumst á tuttugu ára stúdentsafmælinu skal ég segja þér frá því hvernig var í MA. Til hamingju annars með velgengnina. Mér sýnist þið hafa heldur betur slegið í gegn. Og það kemur mér ekkert á óvart. Vissi alltaf að þið áttið þetta inni í ykkur. Og til hamingju líka með velgengni Hugleiks undanfarin ár.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 4.9.2007 kl. 16:51
Takk, takk. Tek glaður við öllum hamingjuóskum. Reyndar kannski hæpið að ég geti tekið við hamingjuóskum um Hugleik núna allra síðustu ár, þar sem ég hef ekki verið mjög virkur þar dulítið lengi. ;)
Sævar hálfviti (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 14:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.