Skrifa nú fréttina almennilega
4.9.2007 | 16:35
Stundum væri betra fyrir þýðendur frétta að annað hvort sleppa ákveðnum atriðum eða útskýra þau betur. Hér segir Jessica að henni sé illa við orðið 'mataræði'. Fyrir þá sem litla ensku kunna hlýtur þetta að hljóma mjög undarlega. Af hverju ætti nokkrum manni að vera illa við orðið 'mataræði'? Jú, ég er sannfærð um að orðið sem hún notar í viðtalinu er 'diet' sem upphaflega hefur merkinguna 'mataræði' en þýðir líka 'megrun' eða 'megrunarfæði'. Jessica er því að segja að hún hafi verið á ákveðnu 'mataræði' en gerir sér jafnframt grein fyrir að það má skilja hana sem svo að hún hafi farið í megrun. Ég hef sjálf lent í nákvæmlega sömu stöðu vegna þessarar tvímerkingar orðsins 'diet'. Ég hef sagst passa mig á mataræðinu sem á ensku myndi hljóma eitthvað eins og 'I'm very careful with my diet'. Það getur líka þýtt 'Ég er mjög passasöm með megrunarkúrinn'.
En alla vega, þýtt yfir á íslensku getur þetta innskot Jessica varla skilist eðlilega svo ég hefði annað hvort sleppt því eða útskýrt hvað hún meinar. Það má ekki ætlast til þess að allir skilji orðið ensku. Eldri kynslóðin fékk ekki þann munað í grunnskóla.
Dauðkveið fyrir að láta þukla á brjóstunum á sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.