Pepsí á kampus
4.9.2007 | 17:25
Stundum er ég algjör sauđur og tek ekkert eftir ţví sem er í kringum mig. Í morgun las ég frétt í blađinu ţar sem stóđ ađ ţessa dagana sćju nemendur viđ UBC nokkuđ sem ţeir hefđu ekki séđ á skólasvćđinu í tíu ár, nefnilega sjálfsala frá Pepsí. Ha, hugsađi ég. Var ekkert Pepsí á skólasvćđinu? Nei, Kók hafđi víst gert sérsamning viđ UBC og nemendafélagiđ AMS um ţađ ađ kók hefđi sérstöđu innan svćđisins og eingöngu mćtti selja gosdrykki frá ţeim. Ég man ađ Pepsí var međ svona samning viđ MA ţegar ég var í menntó og ţá var stofnađ kókvinafélagiđ (Siggi frćndi minn og Pétur voru í ţví) sem barđist fyrir ţví ađ Kók yrđi selt á svćđinu. En ég hafđi alls ekki tekiđ eftir ţví ađ ekki var hćgt ađ kaupa Pepsi á kampus. Sennilega vegna ţess ađ ţegar ég fć mér gosdrykki vel ég Kók yfir Pepsí hvort eđ er. En ţrátt fyrir ađ vera kókdrykkjumanneskja fagna ég ţví ađ ţessi sérsamningur hefur veriđ afnuminn. Einokun er hérumbil alltaf fremur slćm.
Athugasemdir
Sammála og fyrir kóista eins og mig er nauđsynlegt ađ hafa val, svo ég geti VALIĐ mitt kók. Kveđja og takk fyrir fćrlsu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.9.2007 kl. 20:19
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.