Pepsí á kampus
4.9.2007 | 17:25
Stundum er ég algjör sauður og tek ekkert eftir því sem er í kringum mig. Í morgun las ég frétt í blaðinu þar sem stóð að þessa dagana sæju nemendur við UBC nokkuð sem þeir hefðu ekki séð á skólasvæðinu í tíu ár, nefnilega sjálfsala frá Pepsí. Ha, hugsaði ég. Var ekkert Pepsí á skólasvæðinu? Nei, Kók hafði víst gert sérsamning við UBC og nemendafélagið AMS um það að kók hefði sérstöðu innan svæðisins og eingöngu mætti selja gosdrykki frá þeim. Ég man að Pepsí var með svona samning við MA þegar ég var í menntó og þá var stofnað kókvinafélagið (Siggi frændi minn og Pétur voru í því) sem barðist fyrir því að Kók yrði selt á svæðinu. En ég hafði alls ekki tekið eftir því að ekki var hægt að kaupa Pepsi á kampus. Sennilega vegna þess að þegar ég fæ mér gosdrykki vel ég Kók yfir Pepsí hvort eð er. En þrátt fyrir að vera kókdrykkjumanneskja fagna ég því að þessi sérsamningur hefur verið afnuminn. Einokun er hérumbil alltaf fremur slæm.
Athugasemdir
Sammála og fyrir kóista eins og mig er nauðsynlegt að hafa val, svo ég geti VALIÐ mitt kók. Kveðja og takk fyrir færlsu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.9.2007 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.