Hvernig virkar gaydarinn hjá þér?
5.9.2007 | 00:04
Ég er með alveg ótrúlega ónæman gaydar og ef strákarnir sveifla ekki beinlínis handtöskunni framan í mig eða klæða sig í leður og þrönga boli þá fatta ég ekkert. Held ég hafi orðið skotin í alla vega þremur hommum um ævina , og sjálfsagt fleirum sem ég veit bara ekkert um.
Í gær fékk ég skilaboð frá góðum kunningja mínum og skólabróður um að hann vildi vera vinur minn á Facebook. Ég þakkaði það auðvitað og samþykkti beiðnina og fór svo á Facebook síðuna hans. Þar má meðal annars skrá hvort maður er í sambandi eða ekki og hvort maður hrífst af konum eða körlum. Hjá honum stóð sem sagt að hann hefði áhuga á karlmönnum og að hann væri í sambandi. Við höfum nú ekki mikið sést síðan við hættum að þurfa að taka áfanga í skólanum en að ég skildi ekki vita betur en þetta! Ég er búin að vera með honum í endalausum partýum, fara með honum nokkrum sinnum á skíði, fara í bíó...Og þetta fór algjörlega fram hjá mér. Og ég sem eyddi nokkrum mánuðum í það fyrir fjórum árum að vera skotin í honum. Það gekk ekkert og ég hélt að það væri eitthvað að mér. Svo reyndist rétt, ég er ekki með typpi. En ég skil bara ekki af hverju ég fattaði þetta ekki.
Það eru tvær stelpur í fótboltaliðinu mínu sem eru bæ og ég fattaði það ekki fyrr en þær sögðu mér frá því. Önnur hafði meira að segja minnst á 'girlfriend' en hér nota konur það orð um vinkonur sínar svo mér fannst það ekki segja neitt. Reyndar þótti mér það skrítið að hún sagðist gista svo oft hjá þessari vinkonu sinni, en hey, hvað aðrar konur gera kemur mér ekkert við.
Það þarf eiginlega að vera með svona Facebook merkingar almennt í lífinu. Þannig að maður geti séð að hvoru kyninu hver og einn hrífst, hvort þeir/þær eru á lausu, hvort þeir /þær eru að leita að a) maka, b) kynlífi, c) vinum, d) öðru... Það er alveg ómögulegt að maður eyði tíma í að hugsa um karla sem maður á engan séns í. Nógu erfitt er þetta nú samt.
Athugasemdir
Japanar voru með uppfinningu fyrir nokkrum árum... það var svona lítið rafrænt gæludýr. Inn í það settirðu helstu upplýsingar um þig, áhugamálin, og hvað þetta allt heitir. Síðan fórstu á skemmtistaðina, eða barina, eða hvert annað sem þú ætlaðir að fara á. Kveiktir á þessari græju, og hún átti víst að senda upplýsingarnar með útvarpsbylgjum, og gá hvort einhver önnur græja svaraði. Ef önnur græja svaraði, þá var reiknað hversu vel fólk passaði saman, og ef það var gott pass, þá fór bæði tækin að pípa og benda í áttina hvort að öðru....
Ég veit ekki hvort þetta virkaði, eða hvort þetta sé enn í notkun í Japan.....
(en, vissulega mætti gera eitthvað svona, þó ekki væri nema fyrir það að vera með svona tæki á sér, sem bæði blikkar, og gefur frá sér hávaða, og helst með tökkum líka :-)
Einar Indriðason, 5.9.2007 kl. 00:38
Frábær hugmynd. Vona að Japanirnir þrói þetta áfram.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 5.9.2007 kl. 00:52
Gaydar? Eins og radar? Er þetta orð notað eða ert þú svona hugmyndarík?
Berglind Steinsdóttir, 5.9.2007 kl. 07:17
Ég þekki þig ekki neit en ég las þetta og þótti með eindæmum skemmtilegt. Hef ekki rekist á það ennþá að vinir og vandamenn væru gay án þess að ég vissi af því. Man samt eftir því þegar félagi minn byrjaði í framhaldskóla, þekktumst ekkert ALLAR stelpunnar alveg kolfallnar og alltaf: hann er svo sætuuuuuuuuur. Veit ekki hvort það hafi verið gaydarinn minn en ég hafði engan áhuga, ferhormón kannski? Svo kom upp að hann væri gay, þá urðu allar stelpunar geðveikt heartbroken ;-) Ahhh frammhaldskóli, how i miss your drama.Svo nei þú ert ekki ein með failing Gaydar :-)
Gyða (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 08:37
Ég er þá semsagt með ágætis gaydar því ég er fljót að sjá þetta (veit ekki af hverju).
Huld S. Ringsted, 5.9.2007 kl. 12:44
Berglind, nei, ég er ekki svona hugmyndarík (því miður). Hér er talað um gaydar sem radarinn á það hverjir eru gay. Svolítið erfitt að þýða yfir á íslensku.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 5.9.2007 kl. 15:41
Hýrsjá?
Laufey Einarsdóttir (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 08:49
Þokkaleg hugmynd. Nú er spurning hvort Íslendingar fara að taka það upp.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 7.9.2007 kl. 01:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.