Frábær vél

Eins og ég greindi frá fyrir nokkrum dögum fór ég við fjórða mann í Boeing verksmiðjurnar á sunnudaginn og þar sáum við meðal annars fyrstu Boeing 787 vélina sem er hér um bil fullbúin þótt greinilega vanti eitthvað uppá. Mér er nú vanalega nokkuð sama um flugvélar og spái ekki  mikið í þær en þessi nýja vél er alveg gullfalleg. Það eru fyrst og fremst vængirnir sem gera það að verkum. En hún virðist algjör bylting að mörgu leyti. T.d. mun hún vega mun minna en aðrar Boeing vélar af svipaðri stærð og það sem er merkilegast, það mun aðeins taka um þrjá daga að setja hana saman. ÞRJÁ DAGA!!! það er vegna þess að hún er að hluta til sett saman í verksmiðjunum sem framleiða hlutana. Síðan eru þessir hlutar fluttir í heilu lagi með sérstakri vél til Everett, Washington, þar sem þeim er skeytt saman. Síðan eru hreyflarnir settir á, vélin máluð og hún send að sækja farþega. Mögnuð þessi tækni.
mbl.is Boeing frestar enn fyrsta flugi 787
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mummi Guð

Af hverju er fyrsta fluginu frestað aftur? Varstu eitthvað að fikta í tilraunavélinni þegar þú fórst í Boeing verksmiðjunni?

Mummi Guð, 5.9.2007 kl. 21:44

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Voðalega lítið. Ég skrúfaði nokkrar skrúfur lausar og ýtti á örfáa takka. En það var líka allt of sumt.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 5.9.2007 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband