Íslendingapartý
7.9.2007 | 07:03
Íslendingapartýið í kvöld heppnaðist bara vel. Ég er reyndar búin að vera svo lengi í Kanada að ég mætti á tilsettum tíma en allir hinir á íslenskum tíma svo ég verð að muna að koma með bók næst.
Við vorum átta sem mættum á svæðið, sex konur og tveir karlar. Eiríkur var voðalega ánægður með að vera eini karlmaðurinn lengst af en svo eyðilagði Sveinbjörn þetta með því að mæta líka. Við vorum þrjú sem erum orðin gamalgróin hér, Ég, Eydís og Eiríkur, en hin komu öll nú í sumar; Lína í júní, Andrea fyrir um mánuði, Sveinbjörn og Halldóra fyrir nokkrum vikum og Birna kom hér um bil bein úr vélinni. Er búin að vera hér í nokkra daga.
Það eina sem við klikkuðum á var að velja barnvænan stað því Andrea og Hallur eru ekki búin að vera hér nógu lengi til að finna barnapíu. Þau mættu á svæðið með stelpurnar en var ekki hleypt inn svo Hallur fór heim með börnin og Andrea mætti á djammið með okkur.
Við ætlum pottþétt að gera þetta aftur og erum að hugsa um að halda grillveislu á ströndinni áður en kólnar of mikið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.