Ritstjórinn ég

salishvolumeFyrir mánuði stóð ég í ströngu við að klára að ritstýra bók sem þurfti að koma út fyrir lok júlímánaðar. Það tókst á elleftu stundu en ég kvartaði þó hér á síðunni yfir raunum ritstjórans. Aðalvandamálið var að eiga við óstundvísa höfunda. Nú er ég hinum megin við borðið—er að reyna að klára grein sem birt verður í Nordic Journal of Linguistics. Ég fékk ábendingar um nokkur atriði sem ég þyrfti að bæta og hef tekið tillit til sumra þeirra en annað er ég ekki eins viss um. Stefni að því að klára þetta um helgina. 

Set inn mynd af forsíðu málfræðiritsins sem ég ritstýrði, svona svo þið sjáið hvernig þetta lítur út hjá okkur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband