Fótboltinn hafinn
9.9.2007 | 19:50
Þá er fótboltavertíðin hafin á ný. Við lékum okkar fyrsta leik klukkan tíu í morgun og byrjuðum ógurlega klaufalega svo við vorum heppnar að Burnaby liðið sem við lékum á móti náði ekki að skora. Þetta slæma tímabil varði þó ekki í fimmtán mínútur eins og oftast, heldur komumst við í gírinn eftir um fimm mínútna leik og spiluðum bara geysivel. Markatalan varð að lokum 4-1 fyrir okkur með einu marki frá Katee, tveimur frá mér og einu sjálfsmarki. Katie átti stóran þátt í bæði sjálfsmarkinu og fyrra markinu mínu (hitt átti ég alveg ein enda tók ég boltann upp frá miðpunkti og inn).
Gallinn er að það verður ábyggilega bið að næsta leik. Við eigum heimaleik í næstu viku en af því að borgarstarfsmenn eru enn í verkfalli er ekki hægt að spila á neinum velli innan borgarmarka. Ef leikurinn fæst ekki færður í eitthvert nágrannasveitarfélaganna verður honum frestað. Og enginn veit hvenær þetta verkfall endar.
Það sama gerist með æfingarnar hjá okkur. Við æfum klukkan sjö eins og er því um átta er orðið of dimmt til að spila og það má ekki kveikja á flóðljósunum. Helv. verkfall, helv. borgarstjórn.
Athugasemdir
Áfram Kristín í fótboltanum. Gott að vera kominn með lið í Kanada til að halda með! Og til hamingju með þinn leik.
Leiðinlegt að heyra af þessu verkfalli ... vonum að það leysist fljótt.
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 08:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.