Tottenham aðdáandi auðvitað!

Hann er óttalega leiðinlegur í fjölmiðlum karlinn en það er nú enginn ástæða til þess að ráðast á hann. Hann er augljóslega frábær þjálfari, annars hefðu ljónin ekki staðið sig eins vel undanfarin ár og þau hafa gert. Kannski er það þess vegna sem ráðist var á hann. Öfundsjúkur aðdáandi annars liðs. Mig grunar að þarna hafi einhver frá Tottenham verið að verki. Þeir þurfa að taka Victoriu línuna að Seven Sisters til að fara til White Heart Lane, og Euston er einmitt á Victoriu línunni. Ef maður er á norður línunni og ætlar til Tottenham þá skiptir maður einmitt við Euston! Á sama hátt er reyndar hægt að komast að Highbury en í fyrsta lagi þá eru Arsenal aðdáendur auðvitað englar (huhum, ræski mig) og í öðru lagi þá eru þeir betur settir með að tak Picadilly línunna að Arsenal. Látið mig vita það!!!
mbl.is Ráðist á Alex Ferguson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Kr.

Fyndið, frænka, en við erum núna hlið við hlið á: www.mbl.is/mm/blog

Gunnar Kr., 12.9.2007 kl. 01:00

2 identicon

Var þetta ekki bara Victoria Beckham sem réðst á hann?

Jon Krummi (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 11:39

3 Smámynd: Áddni

Haha...þú slóst mér við Jón, ég ætlaði einmitt að fara að nefna það! Er Victoria ekki annars Tottenham aðdáandi ?

Áddni, 12.9.2007 kl. 14:40

4 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Þegar þú segir "Tottenham" meinarðu þá Spurs?

Elías Halldór Ágústsson, 12.9.2007 kl. 15:13

5 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Victoria er auðvitað mjög líkleg, eða einhverjir goonies frá henni. Og Já, Elías, Tottenham Hotspur.  

Kristín M. Jóhannsdóttir, 12.9.2007 kl. 15:42

6 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Spurs aðdáendur gera ekki svona, þeir eru allt of prúðir. Þetta hafa verið einhverjir frá Arsenal.

Elías Halldór Ágústsson, 12.9.2007 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband