Hversdagsleikinn

Hversdagsleikinn er aftur tekinn við og ég hef frá litlu að segja. Það er eiginlega furðulegt að ég skuli nenna að skrifa eitthvað um líf mitt því það er ekki beint öfundsvert eða spennandi. Ég sit heima og vinn að ritgerðinni minni og inn á milli fer ég og klifra eða spila fótbolta. Ég fer næstum því aldrei á skemmtistaði eða bari (setti þó met í ágúst og byrjun september með því að fara eitthvert út þrjár helgar af fjórum. Hafði þá ekki farið slíkt í marga marga mánuði). Ég fer í bíó kannski annan hvern mánuð og þá vanalega ein því vinir mínir annað hvort hafa annan bíósmekk eða búa of langt í burtu til þess að það borgi sig að fara saman. Ég hef farið tvisvar á tónleika og í bæði skipin ein. Enginn vina minna hefur sama smekk og ég. Ég hef aðeins farið tvisvar í fjallgöngu í allt sumar þrátt fyrir að  mér þyki það ákaflega skemmtilegt. En það er af því að ég á engan bíl og það tekur langan tíma að komast í fjöllin með almennings samgöngum. Ég þarf því að treysta á aðra. Ég hafði ekki efni á að ferðast neitt og það eina sem ég fór í sumar var því ferðin mín til Portland og ég fór bara þangað af því að það kostaði ekki nema um 4000 að fara þangað og ég fékk ókeypis gistingu. Ég þekki nú orðið fleira fólk hér sem ætlar að stunda Whistler í vetur en ég er ekki viss um að ég hafi efni á að fara eins oft og ég vildi. Mikið rosalega er ég orðin leið á því að vera fátækur námsmaður. Vildi að ég gæti klárað þessa bölvaða ritgerð í einum grænum og farið að vinna. En ég get bara ekki skrifað þetta skrímsli hraðar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband