Nýja tölvan
13.9.2007 | 06:33
Eins og ég sagði frá fyrr í sumar þá dó skjárinn á gömlu iMac tölvunni minni og þar sem skjár og tölva eru sambyggð þá var í raun ekkert hægt að gera. Ég hefði getað keypt nýjan skjá og tengt við tölvuna en það virtist bara ekki þess virði þar sem geisladrifið var þegar farið og ég hefði því líka þurft að kaupa USB fjöltengi. Við það má bæta að ég hafði ætlað mér að kaupa vefmyndavél og þær eru fjandi dýrar fyrir makkann. Hefði ég keypt makkaskjá, vefmyndavél og fjöldtengi hefði ég líklega verið að horfa í tæplega þúsund dollara. Nýr makki með 20 tommu skjá og 2.4 GHz kostaði um 1700 dollara. Og þetta er náttúrulega miklu betri tölva með Intel örgjörva, ótrúlega skýrum, stórum skjá og meiri hraða en ég hafði áður. Ég hef setið við í kvöld og sett upp tölvuna. Ég er reyndar ekki búin að fá íslensku stafina til að virka í öllum forritum (ekki enn í Word þar sem ég virkilega þarf á þeim að halda) en það ætti að takast um leið og ég fæ einhverja hjálp.
Athugasemdir
Ég er því miður tæknilegur klunni og get ekki hjálpað með íslensku stafina ... auk þess sem ég á ekki Makka sjálfur - þó svo að ég sé þokkalegur stuðningsmaður hans. En ég óska þér til hamingju með nýju tölvuna ... og vona að einhver góður geti hjálpað þér sem fyrst.
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 08:24
Láttu mig vita ef þú nærð að fá íslensku stafina til að virka fyrir Word því mér hefur ekki enn tekist það.
Ég bara elska mína Mac. fartölvu!
Rakel Johnson (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 17:18
Góðan daginn
fJóhann Hauksson (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 18:08
Takk Doddi. Strákarnir hjá Apple klikkar aldrei. Enn ein ástæðan fyrir því að vera með makka. Ég sendi inn fyrirspurn í gær og þegar ég vaknaði var ég búin að fá svörin sem dugðu.
Rakel, það er lítið mál að fá íslenska lyklaborðið til að virka ef þú ert með nýlega útgáfu af Mac OS 10. Þá ferðu bara í fánann efst í röndinni og velur 'open international'. Eða velur það í gegnum stjórnborðið (system preferences).Undir 'input menu' finnurðu 'icelandic' og hakar við það. Þá á íslenski fáninn að birtast í valröndinni undir fánum og það eina sem þú þarft að gera til þess að láta það skipta yfir í íslenskt lyklaborð er að velja íslenska fánann.
Einnig í 'international' geturðu valið 'format' og þá geturðu sett dagsetningar og þvíumlíkt á íslenskt kerfi. Undier 'language' breytirðu röðinni á tungumálum í forgangsröð. Til að Firefox hafi íslensku stafina verður enskan að vera efst og svo íslenskan. Ég setti íslenskuna efsta og það klúraði stöfunum í Firefox (skrítið). Til að íslenskan dugi í Word verður maður að vera með Office 2004, Office X dugar ekki. Einnieg er hægt að fá íslenskustuðning sem ég held að sé frír með tölvum frá Íslandi en maður þarf að kaupa ef maður kaupir tölurnar erlendis (sem er alveg sanngjarnt, þeir lögðu vinnu í þetta). Ef þú kaupir það getur íslenskan gengið með eldri gerðum af Office.
Vona að þetta hjálpi.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 13.9.2007 kl. 19:03
fá orð um þetta ... smá öfund í gangi ... minns langar svoooo í :D
en ein vefslóð og þú færð hjálp; www.maclantic.com/spjall (/frettir) ... notaðu þér þetta skráðu þig og komdu í hópinn ég er Krunka og ég kannast við nokkra af strákunum þarna og þetta er allt rosa fínt fólk ... ég væri örugglega enn að ströggla við mína MacBook Pro ef mér hefði ekki verið bent á þessa snillinga :) en þar sem að þú áttir nú makka áður þá þarftu nú ekki byrjenda hjálp en ef þú browsar í gegnum spjallþráðinn þá sérðu að reyndir menn spyrja líka :Þ
Hrabba (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 20:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.