They say it's your birthday – It's my birthday too, yeah!

Það er komið fram yfir miðnætti sem þýðir að afmælisdagurinn minn er tæknilega runninn upp. Reyndar rann hann upp á Íslandi fyrir næstum níu klukkutímum þannig að í raun er afmælisdagurinn minn löngu kominn. Held reyndar að ég hafi ekki fæðst fyrr en um hálftólf leytið að morgni þannig að enn eru tveir og hálfur tími þar til þetta er opinbert.

Ég hugsa að ég baki eitthvað á morgun. Er búin að nefna það við fólk að það ætti að kíkja við. Sýni kannski einhverjar myndir úr því partýi. Set inn nokkrar gamlar myndir á meðan.

 

stína lítil

 

Held að þessi fyrsta sé örugglega ein af elstu myndunum sem til er af mér.  Mamma og pabbi geta líklega svarað því hvort svo er. Ætli ég sé ekki tveggja þriggja mánaða þarna.

 

3áraafmælið

Mynd númer tvö er tekin fyrir akkúrat 35 árum (ó mæj - rosalega er ég orðin gömul). Ég hef áður sett þessa mynd inn á netið enda þykir mér hún skemmtileg.

 

 

afmæli0002

 

Þriðja myndin er úr öðru afmæli, líklega tíu ára afmælinu. Þarna erum við Jón Ingvi greinilega að skemmta liðinu. Hann er konan og ég er karlinn. Á bak við má greina Kalla, Sillu og Huldu en ég er alls ekki viss um hver hin tvö eru. Það er hugsanlegt að þetta sé Lilja þarna lengst til vinstri en hver er á milli Sillu og Huldu?

Að lokum getið þið séð hann Palla minn syngja til mín. Alla vega held ég að hann sé að syngja þetta til mín. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fannst við hæfi að þú fengir eitthvað íslenskt í tilefni dagsins: Afmæli þú átt í dag (og) út af því við syngjum lag.  Sama daginn sem er nú sannarlega fæddist þú. Til hamingju með heilladaginn þinn, heillakerlingin (endurtekið!).  Ekta íslenskur afmælisbragur eftir Þórarin Eldjárn og Atla Heimi.  Njóttu dagsins.  Laufey

Laufey Einarsdóttir (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 08:38

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Dööö, ég ætlaði að verða fyrst til að óska þér til hamingju með tímamótin en Laufey stal af mér glæpnum. Hér er sól og kalt en engu að síður sting ég hlýjum afmæliskveðjum í umslag og sendi yfir hafið. Við Laufey (og fleiri) ættum að halda upp á afmælið þitt á staðnum næst, ikke?

Til hamingju með daginn, kæra Stína.

Berglind Steinsdóttir, 14.9.2007 kl. 08:48

3 Smámynd: halkatla

til hamingju með daginn , þessar myndir eru skemmtilegar.

halkatla, 14.9.2007 kl. 08:52

4 identicon

Sæl elsku Stína mín,innilega til hamingju með daginn,mikið hefði verið gaman að vera hjá þér í dag eða þú verið hér  því þú heðir getað brugðið þér á gönguskíði í Hlíðarfjalli því mér sýnist vera nægur snjór þar til þess.Þú hefur aldrei verið hérna heima á afmælinu þínu síðan þú varst nítján ára svo að það er orðið langt síðan.Veðrið í dag er svipað og daginn sem þú fæddist ,þegar bræður þínir hlupu yfir girðingarnar til að tilkynna ömmu ykkar um fæðingu systur sinnar.Vona að dagurinn verði ánægjulegur hjá þér,viltu skila kveðjum til Rosemary og Doug frá okkur .Innilegar hamingjuóskir aftur og njóttu dagsins.Bestu kveðjur mamma og pabbi

Jóhann Hauksson (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 10:16

5 Smámynd: Þóra Sigurðardóttir

Til hamingju með daginn kæra bloggvinkona.

Þóra Sigurðardóttir, 14.9.2007 kl. 10:43

6 identicon

Til hamingju með daginn!

Datt inn á bloggið þitt á mbl og les það núna á hverjum degi.  Frábært að fylgjast með þér, margt sem maður kannst við af því sem þú upplifir og sammála svo mörgu af því sem þú ert að pæla.  Haltu endilega áfram að blogga!!

Íris (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 10:57

7 Smámynd: Mummi Guð

Til hammó með ammó.

Mummi Guð, 14.9.2007 kl. 11:11

8 Smámynd: Einar Indriðason

Til hamingju með daginn

Einar Indriðason, 14.9.2007 kl. 11:50

9 Smámynd: Gunnar Kr.

Til hamingju með afmælið Stína - og bestu kveðjur líka frá Etienne Andra!

Gunnar Kr., 14.9.2007 kl. 12:21

10 identicon

Sæl Stína mín  og til hemingju með afmælið.

ég mundi nú reindar ekki eftir því frekar en mínu eiginn en amma minti mig á það,  svo fór ég bara á mbl til að finna síðuna þar sem þér ert að verða fræg hér á Íslandi. :Þ  annars er allt gott að frétta hér af klakanum.

Kv Sverrir 

Sverrir Már Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 14:44

11 identicon

Hæj hæj :D Innilega til hamingju með daginn!! Erum öll að hugsa til þín hérna heima! Njóttu dagsins í ræmur! ;)

Jóhann Ingi og Fanney =) (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 15:01

12 Smámynd: Sigurjón

Hamingjuóskir með afmælið Stína fína.  Ertu ekki annars 29 ára?

Sigurjón, 14.9.2007 kl. 15:41

13 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 14.9.2007 kl. 17:44

14 identicon

Hæ,hæ, elsku Stína til hamingju með daginn. Ótrúlegt en satt ég mundi eftir deginnum, en ég á það til að gleyma afmælum. Vonum að þú eigir góðan dag, hugsum til þín. kær kveðja.     

                Dísa, Gunni ,Guðrún Katrín, og ekki má gleyma Evu.

Dísa ,Gunni, og Guðrún Katrín (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 18:45

15 Smámynd: Huld S. Ringsted

Til hamingju með daginn!!

Huld S. Ringsted, 14.9.2007 kl. 20:29

16 identicon

Ekki þjakar ellin þung

-enn er létt í spori

því Stína verður alltaf ung

eins og  lamb á vori.

Við biðjum að heilsa. 

Már Högnason (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 22:45

17 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Innilega til hamingju með daginn!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.9.2007 kl. 23:39

18 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Til hamingju með daginn

Margrét St Hafsteinsdóttir, 15.9.2007 kl. 02:37

19 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk takk takk kæru vinir fyrir allar fallegu kveðjurnar og ljóðin. Og jú Sigurjón, ég er einmitt 29

Hér var heljar partý í kvöld og ég mun skrifa um það á morgun. Er of þreytt núna. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 15.9.2007 kl. 07:24

20 Smámynd: Mummi Guð

Ég hlakka til að heyra sögur af partýinu. Það hlýtur að verið fjör þar sem þú ert enn á fótum klukkan hálf átta. Og ekki skemma söguna með tímamismun.

Mummi Guð, 15.9.2007 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband