Ný fjárútlát

Alveg er það merkilegur andskoti hvernig maður þarf alltaf að eyða hellings pening á sama tíma. Í byrjun september varð ég að borga fyrstu útborgun af skólagjöldunum, svo kom tölvan sem ég hafði pantaði (af því að gamla tölvan dó), samanlagt um 230.000. Reikningarnir þennan mánuðinn eru líka háir.

En eins og það sé ekki nóg - í dag fór ég og spilaði ultimate með nýja liðinu hans Ryans (sumar-ultimate liðið okkar spilar ekki á veturna) af því að fótboltaleiknum mínum var frestað vegna verkfalls (grasið ekki verið slegið í tvo mánuði og völlurinn þótti ekki nothæfur). Það var blautt á því það rigndi í nótt, og ég var rétt farin að labba um þegar ég fann að ég var orðin blaut í fæturna. Ég athugaði málið og er þá ekki komin svona svaka rifa á hægri takkaskóinn. Ég get sett þrjá fingur í gegn og kæmi ábyggilega þeim fjórða ef ég reyndi. Það er ekki séns að hægt sé að gera við þetta. Ég verð að kaupa nýja skó. Og þokkalegir takkaskór eru ekkert ódýrir.

Ég þarf helst að fá nýja fyrir þriðjudagskvöldið því þá förum við á æfingu hjá knattspyrnusambandinu með svona alvöru þjálfara sem mun meta liðið og koma með tillögur um hvað við þurfum að æfa betur. Hann mun einnig aðstoða okkar þjálfara og sýna honum hvert hans verk er. Verð að geta spilað almennilega þá.

Sem sagt, verslunarleiðangur framundan. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta er merkilegt með það að stundum virðast hlutirnir koma á sama tíma - hér hjá mér er hvert gluggaumslagið á fætur öðru að sleppa inn fyrir mínar dyr og ég veit ekki hvað ég á að gera. En svo á endanum þá hefur þetta róast niður og útgjaldaminni tímabil láta ljós sitt skína. Ég verð alla vega að trúa því sjálfur

Gangi þér vel í útgjaldabaráttunni ... kveðjur frá Akureyri!  

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 20:35

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála, það kemur alltaf allt í einu.  Vandaðu valið á skóm.  Hehe

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.9.2007 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband