Stór dagur á miðvikudaginn
17.9.2007 | 07:06
Ég er farin að hlakka ógurlega til miðvikudagsins því þá mun ég í fyrsta skipti SJÁ THE VANCOUVER CANUCKS MEÐ EIGIN AUGUM!!!!!!!
Já ég á miða á leikinn Vancouver-Calgary sem hefst klukkan sjö á miðvikudagskvöldið. Að sumu leyti hefði verið skemmtilegra að fara á leikinn á mánudaginn því þá munu þeir leika á móti Anaheim, Stanley Cup sigurvegurunum frá því í vor, sem hafa frábært lið (og þá hefði ég líka fengið að sjá Teemu Selanne og Chris Pronger), en frændfólk mitt kemur í heimsókn á morgun og ég vil frekar eyða kvöldinu með þeim. Og þar að auki er miklu líklegra að Vancouver vinni Calgary og ef ég kemst aðeins á einn leik vil ég heldur að það sé leikur þar sem líkur á sigri er góðar. Svona er það bara.
Spurningin er hins vegar hversu mikið ég mun sjá af leiknum. Það er hugsanlegt að ég sitji bara uppi í blóðnösunum með kíkinn og horfi á þjálfarann í leikmannaboxinu. Ég er ekki enn búin að gleyma því hversu glæsilegur hann var í smókingnum í vor þegar hann tók við bikarnum sínum. Kannski ekki furða þegar ég set þessa mynd hérna reglulega á síðuna mína. Og ekki má gleyma risastóra plakatinu sem ég límdi í loftið fyrir ofan rúmið mitt...hehe, góð hugmynd annars. Hvar ætli ég fái svoleiðis?
Athugasemdir
Do I hear wedding bells ringing? Góða skemmtun.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.9.2007 kl. 09:50
Totally. Bara spurning um tíma. Þarf að finna leið til þess að hitta hann í eigin persónu svo ég geti látið hann vita en það er auðvitað bara frágangsatriði.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 17.9.2007 kl. 16:13
Góða skemmtun Skrifstofa Íshokkísamband Íslands.
Hallmundur Hallgrímsson (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 11:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.