Stór dagur á miđvikudaginn

Ég er farin ađ hlakka ógurlega til miđvikudagsins ţví ţá mun ég í fyrsta skipti SJÁ THE VANCOUVER CANUCKS MEĐ EIGIN AUGUM!!!!!!!Happy

Já ég á miđa á leikinn Vancouver-Calgary sem hefst klukkan sjö á miđvikudagskvöldiđ. Ađ sumu leyti hefđi veriđ skemmtilegra ađ fara á leikinn á mánudaginn ţví ţá munu  ţeir leika á móti Anaheim, Stanley Cup sigurvegurunum frá ţví í vor, sem hafa frábćrt liđ (og ţá hefđi ég líka fengiđ ađ sjá Teemu Selanne og Chris Pronger), en frćndfólk mitt kemur í heimsókn á morgun og ég vil frekar eyđa kvöldinu međ ţeim. Og ţar ađ auki er miklu líklegra ađ Vancouver vinni Calgary og ef ég kemst ađeins á einn leik vil ég heldur ađ ţađ sé leikur ţar sem líkur á sigri er góđar. Svona er ţađ bara.

Spurningin er hins vegar hversu mikiđ ég mun sjá af leiknum. Ţađ er hugsanlegt ađ ég sitji bara uppi í blóđnösunum međ kíkinn og horfi á ţjálfarann í leikmannaboxinu. Ég er ekki enn búin ađ gleyma ţví hversu glćsilegur hann var í smókingnum í vor ţegar hann tók viđ bikarnum sínum. Kannski ekki furđa ţegar ég set ţessa mynd hérna reglulega á síđuna mína. Og ekki má gleyma risastóra plakatinu sem ég límdi í loftiđ fyrir ofan rúmiđ mitt...hehe, góđ hugmynd annars. Hvar ćtli ég fái svoleiđis?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Do I hear wedding bells ringing? Góđa skemmtun.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.9.2007 kl. 09:50

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Totally. Bara spurning um tíma. Ţarf ađ finna leiđ til ţess ađ hitta hann í eigin persónu svo ég geti látiđ hann vita en ţađ er auđvitađ bara frágangsatriđi.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 17.9.2007 kl. 16:13

3 identicon

Góđa skemmtun Skrifstofa Íshokkísamband Íslands.

Hallmundur Hallgrímsson (IP-tala skráđ) 19.9.2007 kl. 11:16

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband