Gestir á sjöundu

Það er fjölmennt á sjöundu götu í nótt. Axel og María, frændfólk mitt frá Íslandi er í heimsókn og gista hér hjá mér. Ég er svo góð frænka að ég sendi þau inn í herbergi og sef sjálf á sófanum í stofunni.

Dagurinn var fínn. Ég vann vel í morgun þegar þau voru að keyra upp frá Seattle, þar sem þau eru í heimsókn hjá frænku Maríu. Við hittumst síðan í Metrotown molanum og skelltum okkur í verslun. Það var nú ekki margt keyrt. Þaðan keyrðum við yfir til Vancouver (Metrotown er í Burnaby) og stoppuðum á leiðinni í fótboltaverslun þar sem ég fékk nýja takkaskó. Axel, þessi elska, tilkynnti þegar ég reyndi að borga skóna, að þetta væri afmælisgjöfin þeirra til mín og þar með var kortinu skilað til mín aftur og ég fékk ekki að borga. Þau buðu mér svo út að borða á eftir og við fengum frábæran mat á Earls. Maríu fannst reyndar karrí rétturinn sem hún fékk of sterkur en Axel var himinlifandi yfir borgaranum sínum.

En nú þarf ég að fara að sofa því í stofunni er ég enn nær vinnumönnunum sem munu vekja mig í fyrramálið með hamarshöggum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Stína, er molinn þýðing á moll? Þá finnst mér það virka, Kringlan er moli og Smáralind nýrri moli. Eða hvað?

Berglind Steinsdóttir, 18.9.2007 kl. 08:09

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með takkaskóna.  Minni fjárhagsáhyggjur fyrir bragðið. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.9.2007 kl. 17:23

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Berglind, já, moli erm mín eigin þýðing á 'mall'. Verslunarmiðstöð er of þungt og leiðinlegt. Fyrst kallaði ég þetta allt bara kringlur og svo ákvað ég að moli væri betra.

Takk Jenný. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 19.9.2007 kl. 00:13

4 identicon

Svona vilja málin oft leysast! Til hamingju með skóna og hafðu það gott. Bestu kveðjur frá Akureyri.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband