Vinnur Magni?
12.9.2006 | 06:56
Ég horfði í kvöld á veruleikahluta Supernova þáttanna. Þar var verið að sýna val á lögunum o.s.frv. Ég veit ekki hvort þið heima á klakanum sjáið þann hlutann en ef þið gerið það, finnst ykkur eins og mér að Magni fái almennt mun minni tíma á skjánum en hinir? Það var alla vega svo í kvöld. Það var ítarlega sýnt frá því þegar Dilana og Lúkas bitust um Comfortably numb (sem hvorugt þeirra tók svo að lokum) og svo var sýnt frá þeim að æfa lögin sín. Það kom ekki einu sinni fram þarna hvaða lag Magni tók. Kannski er ég bara að sýna týpíska íslenska viðkvæmni.
Mér sýndist á athugasemdum leiðtoga húsbandsins að Dilana stefni á tónlistar sjálfsmorð. Síðast þegar hún breytti þekktum slagara vissu Supernóvíngar ekki hvað þeir ættu að segja án þess að vera of dónalegir og nú ætlar hún að breyta Roxanne. Það getur vel verið að hún geri það vel en það er alltaf mikil áhætta að breyta þekktum slögurum. Við verðum bara að sjá á morgun.
Margir hafa verið að tala um að það væri ekkert endilega gott fyrir Magna að vinna þetta. Ég veit ekkert um það. Þekki hvorki hann né tónlistarbransann. En það væri að mörgu leyti gott fyrir Ísland ef hann gerði það. Ég er alltaf að rekast á fólk hér erlendis sem veit um Björk og Sigur Rós og kannski ekki svo mikið meira. VIð erum fyrst og fremst fræg fyrir góða og athyglisverða tónlistarmenn og ef Magni vinnur þetta mun það eingöngu styðja við það orðspor. Og munið, aðdáendur íslenskra tónlistarmanna lesa sig til um land og þjóð og sumir hafa meira að segja lagt það á sig að fara og læra íslensku vegna þess að þeir eru aðdáendur Bjarkar eða Sigur Rósar. Ef Supernova nær sér um úr þeirri meðalmennsku sem mér finnst núna einkenna lögin þeirra, og ef Magni er söngvarinn, þá getur það ekki haft nema góð áhrif á Ísland. Hey, þá á Tommy Lee líka eftir að koma til Íslands!!!!!!!!!!!!
Athugasemdir
Ég hef tekið eftir þeu líka hvað lítið er sýnt af honum. Er það gott eða vont? T Lee gæti komið hvort sem Magni vinnur eða ekki. Sammála þér að þetta er meiriháttar landkynning.
Birna M, 12.9.2006 kl. 08:13
Ég tek undir þetta með Birnu ;)
Þar að auki þá er þetta ekki fyrsta vikna sem þessu er svona háttað. Mig grunar líka að ef Magna-fans hefði ekki tekist að halda honum frá botn 3 þá hefði hann verið sendur heim.
Svo nú er bara að kjósa og kjósa hver sem betur getur til að koma honum í topp 3
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 12.9.2006 kl. 08:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.