Þvottabirnir í Stanley garði

Eins og ég nefndi fyrr í vikunni komu frændfólk mitt, Axel og María, í heimsókn á mánudaginn og voru hér í tvær nætur. Fyrri daginn notuðum við aðallega í að versla en seinni daginn var ætlunin að fara í skoðunarferð um borgina og nágrenni. Nema hvað það mígrigndi um morguninn og við fórum ekki út úr húsi fyrr en eftir hádegið. Veðurspáin hafði verið fyrir rigningu á mánudeginum en fínt veður á þriðjudegi, nema hvað þetta snerist við. 

Eitt af því sem við gerðum var að fara í Stanley Park, sem er risastór garður hér í Vancouver. Þar stoppuðum við á útsýnisstað þar sem sjá má yfir í borgirnar í norðrinu. Þar mættum við þessum tveim vinalegu þvottabjörnum. Það er greinilega búið að gefa þeim mat (sem auðvitað er alveg bannað) því þeir voru ekkert hræddir við fólk og fóru bara og betluðu eins og illa uppalinn hundur.

 two raccoons.JPGclose-up raccoon.JPGthirsty raccoon.JPGsuprised raccoon.JPGstanding raccoon.JPGbegging raccoon.JPG


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi er alger brandari...kranamyndin er snilld !! Sjáumst í grilli um helgina. Kv. Lína

Lína (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 23:41

2 Smámynd: Einar Indriðason

Ef þið vijið stríða þvottabjörnum, þá skulið þið gefa þeim sykurmola að borða.  Þvottabirnir vilja þvo allan matinn (þess vegna heita þeir þvottabirnir), og ... hvað gerist þegar sykur er þveginn?  Jú, þið hafið þvottabjörn fyrir framan ykkur alveg svakalega hissa (og jafnvel súran) á svipinn, þegar "maturinn" hverfur svona.

Einar Indriðason, 22.9.2007 kl. 10:53

3 identicon

Haha!!  En sætir!! :D

Helga J (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband